Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Elva Björg 2007-2010


Hægindastóllinn góði

Í vikunni var umfjöllun á RUV um aðstöðu á sængurdeild Landspítalans eða öllu heldur aðstöðuleysi fyrir aðstandendur.  Þessi umfjöllun fékk mig til að hugsa og ég  reiddist hversu lítilfjörlegt mér fannst þetta vera og hvers vegna yfirleitt væri verið að setja þetta fram eitthvert vandamál.  Að það væri vandamál að einhver hafi þurft að deila herbergi með öðrum sjúklingi eða hvað þá að aðstandandi hafi þurft að leggjast svo lágt að sofa í hægindastól.

Þessi umfjöllun sat lengi í mér, því að ég veit að vandamálin í heilbrigðiskerfinu í dag eru yfirleitt miklu miklu stærri og erfiðari en að einhver fullhraustur einstaklingur hafi þurft að sofa í hægindastól á sjúkrahúsinu til að geta verið með sínum nánustu.  Svo fór ég að velta fyrir mér að mat fólks á hvað er stórt vandamál getur aldrei verið annað en þau vandamál sem viðkomandi hefur þurft að glíma við.

Umfjöllunin var um sængurdeild þar sem konur og börn eru að jafna sig eftir fæðingu.  Það er e.t.v. mergur málsins.  Sem betur fer heilsast móður og barni í flestum tilfellum vel eftir fæðingu og því varð aðstaða aðstandenda orðið megin vandamálið.

Að horfa á sjónvarpið.  Það má sjá að púlsinn sem er efsta talan er allt of hár

Í tvö ár áttum við marga daga og margar nætur á barnasjúkrahúsinu hjá dóttur okkar og verð að viðurkenna að þó svo aðstaðan fyrir okkur foreldrana hafi ekki alltaf verið góð þá gat maður aldrei talið það vera eitthvað vandamál eða eitthvað til að hafa áhyggjur af.  Sjúkrahús eru fyrst og fremst fyrir sjúklinga og það sem skiptir mestu máli er að það sé til nægt pláss fyrir sjúklinga og öll aðstaða fyrir þá sé sem allra best.  Aðstaða fyrir fullhrausta aðstandendur hlýtur að skipta minna máli.

Margar nætur svaf ég í hægindastól á sjúkrahúsinu enda ekki önnur aðstaða fyrir hendi.  Aldrei hvarflaði að mér að kvarta yfir því að „þurfa“ að sofa í hægindastól, enda var líðan og velferð dóttur minnar sem sjúklings sem skipti öllu máli. 


Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband