6.3.2010 | 15:35
Hægindastóllinn góði
Í vikunni var umfjöllun á RUV um aðstöðu á sængurdeild Landspítalans eða öllu heldur aðstöðuleysi fyrir aðstandendur. Þessi umfjöllun fékk mig til að hugsa og ég reiddist hversu lítilfjörlegt mér fannst þetta vera og hvers vegna yfirleitt væri verið að setja þetta fram eitthvert vandamál. Að það væri vandamál að einhver hafi þurft að deila herbergi með öðrum sjúklingi eða hvað þá að aðstandandi hafi þurft að leggjast svo lágt að sofa í hægindastól.
Þessi umfjöllun sat lengi í mér, því að ég veit að vandamálin í heilbrigðiskerfinu í dag eru yfirleitt miklu miklu stærri og erfiðari en að einhver fullhraustur einstaklingur hafi þurft að sofa í hægindastól á sjúkrahúsinu til að geta verið með sínum nánustu. Svo fór ég að velta fyrir mér að mat fólks á hvað er stórt vandamál getur aldrei verið annað en þau vandamál sem viðkomandi hefur þurft að glíma við.
Umfjöllunin var um sængurdeild þar sem konur og börn eru að jafna sig eftir fæðingu. Það er e.t.v. mergur málsins. Sem betur fer heilsast móður og barni í flestum tilfellum vel eftir fæðingu og því varð aðstaða aðstandenda orðið megin vandamálið.
Í tvö ár áttum við marga daga og margar nætur á barnasjúkrahúsinu hjá dóttur okkar og verð að viðurkenna að þó svo aðstaðan fyrir okkur foreldrana hafi ekki alltaf verið góð þá gat maður aldrei talið það vera eitthvað vandamál eða eitthvað til að hafa áhyggjur af. Sjúkrahús eru fyrst og fremst fyrir sjúklinga og það sem skiptir mestu máli er að það sé til nægt pláss fyrir sjúklinga og öll aðstaða fyrir þá sé sem allra best. Aðstaða fyrir fullhrausta aðstandendur hlýtur að skipta minna máli.
Margar nætur svaf ég í hægindastól á sjúkrahúsinu enda ekki önnur aðstaða fyrir hendi. Aldrei hvarflaði að mér að kvarta yfir því að þurfa að sofa í hægindastól, enda var líðan og velferð dóttur minnar sem sjúklings sem skipti öllu máli.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Egill, þetta er nokkuð góður punktur hjá þér. Ég hef rekist á fleiri skrif um þessa umfjöllun Rúv og mér sýnist að margir séu sammála þér. Spítalarnir hafa mjög takmörkuð fjárráð, sérstaklega eftir "kreppu" og það er ansi margt sem hefur forgang á þetta. Enda er þetta spítali, ekki hótel. Held það sé alveg réttlætanlegt að kalla þetta lúxusvandamál.
Salóme Mist (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:50
Sælar konur. Það sem málið snýst um er að benda þá þá staðreynd að húsnæði er til sem þarf að breyta svo hægt sé að uppfylla þarfir fyrir nægilega mörg pláss fyrir sængurkonur eftir fæðingu. Nú er staðan þannig að senda verður konur mjög snemma heim, jafnvel eftir keisaraskurði. Hægindastóllinn var bara partur af fréttinni, en aðalmálið er skortur á leguplássum fyrir konurnar eftir fæðingu og þá sérstaklega þar sem grípa hefur þurft inn í.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 16:21
Já mikið er ég sammála, það er rétt eins og fólk hugsi ekki áður en það fer að kvarta yfir hlutum eins og þarna í kastljósinu. Mætti halda að sumir litu á fæðingardeildina sem *****hótel. Sú var tíðin að maður kvaddi eiginmanninn við dyr deildarinnar þegar að fæðing var að hefjast og svo var heimsókn tvisar á dag og hringt út með bjöllu. En svona breytast tímarnir og veraldlegar þarfir fólks.
Guð geymi ykkur.
Kveðja
Elín.
Elín (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:08
Ég sá einmitt þessa frétt og hugsaði það sama, hvaða lúxusvandamál er þetta. En þetta er einmitt vandamál fyrir þá sem hafa aldrei upplifað stærri vandamál. En mér fannst einmitt fréttin vera um þetta, ekkert endilega um fá legupláss. Aðallega að það þyrfti að deila herbergjum með öðrum í þessa örfáu daga og ekki svefnaðstaða fyrir maka. Af hverju getur makinn ekki bara sofið þá heima. Þegar ég átti yngri börnin 2 var ég bara ein á spítalanum með nýfædda barnið því Halli var heima með þau eldri á meðan. Fannst ekkert sjálfsagðara :) Við erum bara vön að skipta með okkur verkum.
Vona að þið hafið það sem allra best kæra fjölskylda, hugsa til ykkar mikið.
Aldís (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:12
Góður punktur frændi, aðeins of langt síðan að ég hef kíkt hér inn og ætla því að kasa á ykkur kveðju, knús og kossar á alla.
Kveðja Rannveig
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.