Leita í fréttum mbl.is

Get ég tekið nefslönguna úr mér sjálf ?

Mamma og pabbi hafa verið að spá í hvort ég gæti e.t.v. dregið slönguna úr mér sjálf.  Hún hefur verið vel fest og því hafa áhyggjur þeirra ekki verið miklar.  Í gær var nýja slangan hins vegar sett í vinstri nefgöngin og vinstri hendi er mun sterkari.

Ég get tekið slönguna úr mér sjálf

Í dag heyrði mamma mikil ánægjuhljóð frá mér og fór að athuga hvað væri.  Hafði ég þá náð taki á slöngunni og hreinlega togað hana út og sat hæst ánægð með hana í fanginu.  Það er engin hætta á ferðum og ætlar Sigurlaug læknir að koma fljótlega og setja í mig nýja slöngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri grallarinn litla skott!!, og ég tala nú ekki um hvað þú ert dugleg í öllu þessu stússi í kringum þig, algjör hetja verð ég nú að segja!

Bið að heilsa mömmu og pabba, kveðja Rannveig Jónína Guðmundsdóttir frænka

Rannveig (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe það er von að heyrst hafi ánægjuhljóð, litla rófan.

Kær kveðja til ykkar allra, ég bið fyrir ykkur og óska þess að allt gangi að óskum.

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 16:44

3 identicon

LOL,- þú ert ekki öll þar sem þú ert séð!! enda komin af kjarna fólki í bóðar ættir ;D

Stína (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:05

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kær kveðja til ykkar. Ég vona líka að allt gangi að óskum. Mikið er hún falleg litla stúlkan.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Dugleg lítil grallarastelpa, gangi ykkur vel!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.5.2008 kl. 22:44

6 identicon

Hæ Elva Björg.

Ég var að skoða söguna þína og þú ert algjör hetja!

Stuðningskveðjur frá Íslandinu,

Kristín 

kristín (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sá þetta blogg hjá Höllu Rut. Ég óska bara góðs gengis og allt fari á besta veg.  Fæ samt smá illt i magan af að lesa þetta...var sjálfur endalaust á spítala sem smábarn..

Óskar Arnórsson, 14.5.2008 kl. 01:10

8 identicon

Já Óskar ég sá það einmitt þar líka og misskildi það eitthvað á þá leið að maður ætti að senda inn kveðjur þar og hún kæmi því áleiðis en sá seinna að hún benti á þessa síðu. Ég sendi hér með mínar bestu kveðjur og vona að stúlkunni vegni sem allra best.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Gangi ykkur vel með sonduna og ég veit að börn eru ótrúlega flink við að smeygja eins og einum putta undir slönguna og blúbbs slangan farin út.

Ég sá að það er sett kaka eða gerfiskinn undir sonduna og síðan heftiplástur til að halda henni. Það er líka mjög gott að nota glæran plástur til að halda henni og þá enga köku og það fer ekkert illa með húðina ( þá er hún líka ekki eins áberandi) einnig er frábært að nota bara silkiplástur.  Enn og aftur óska ég ykkur góðs gengis, knús úr Keflavíkinni.

Fjóla Æ., 14.5.2008 kl. 13:25

10 identicon

Hí hí litla snúllan, Ragnar Emil tók einmitt sína nefsondu úr sér í eitt skiptið og var ekkert lítið glaður með afrekið.  Var reyndar mjög fúll þegar hún var sett aftur í, gamanið tók fljótt enda.  Hann er núna orðinn svo öflugur að hann er alltaf að tosa í magasonduna núna, eins gott að hann rífi hana ekki úr sér líka, það yrði aðeins meira mál ;)

Hafið það sem best, knús frá Íslandi

Ragnar Emil og Aldís.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:57

11 identicon

Sá þessa síðu í gegnum Höllu Rut og verð bara að segja að hugrekkið og styrkurinn sem þú og foreldrar þínir sína er áðdáunarvert.

Þið eruð þeir einstaklingar sem fólk ætti að líta upp til.  Gangi ykkur sem best í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Heillakveðjur, Hilja 

Hildur L Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:02

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Elva Björk og fjölskylda.

Mikið er sorglegt að þú sért veik. Jesús elskar þig og vill lækna þig. Ég vona að þið getið fundið fólk í Lúxemborg sem getur beðið fyrir þér Elva mín. Ég skal senda bænarefni um þig á útvarpsstöðina Lindina og þau biðja fyrir þér í fyrramáli.

Guð veri með þér yndislega krútt.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:48

13 identicon

krúttið mitt,, þú ert nú meiri prakkarinn.. :D Bið að heilsa allri fjölskyldunni og vonandi get ég nú farið að hitta þig fljótlega :D Kv. Kristín frænka

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband