Leita í fréttum mbl.is

Gjafasondan er að hjálpa mér mikið

Nú er ég búin að vera með nefsonduna í viku.  Það voru svo sem byrjunarörðuleikar.  Fyrst var hún of stór, þá náði ég að toga hana úr mér sjálf og svo í nótt þá stíflaðist slangan mín og þurftu mamma og pabbi að taka hana úr.  Ég naut því dagsins án slöngu en fékk svo nýja nú í kvöld.

Örlítið þreytt en ánægð 

Eftir að ég fékk nefsonduna þá hefur öll næringargjöf verið mun betri og hef ég verið að þyngjast örlítið jafnt og þétt.  Þá er ég komin með meiri vöðvakraft og er farin að beita höndunum mun betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott ráð við stíflaðri sondu er Sódavatn!!

-Frá heimahjúkkunum, höfum ekki prófað sjálf :-)

 Kv. Ragnar Emil og Halli

Halli G. (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:16

2 identicon

Hæ, hæ Luxembourg!!

Ragnar Emil var með nefsonduna í ca. 1 og hálfan mánuð, en það þykir með lengra lagi.  Það er miklu þægilegra að hafa hnappinn á mallanum, fyrir litlu krílin sérstaklega.  Pirrandi að hafa alltaf slönguna niður allan hálsinn.  Hann var 6 mánaða þegar hann fór í aðgerðina til að fá hnappinn og fór þá líka í nissen aðgerðina sem þrengir magaopið.  Þá er lítil sem engin hætta á að hann sé að gubba og að vökvinn fari í lungun.  En þetta var mjög erfið ákvörðun að setja hann í þessa aðgerð því nissen aðgerðin er mun meiri aðgerð en bara að setja hnappinn og lengri svæfing, en til lengri tíma litið var mun betra fyrir hann að fara bara í eina stóra aðgerð heldur en tvær aðgerðir og þar með tvær svæfingar. Ef þið viljið nánari upplýsingar um þessar aðgerðir þá getum við sent ykkur fullt af upplýsingum.

Vonum að litla skvísan sér hress og kát,

Knús til ykkar allra, Aldís og co.

Aldís (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:16

3 identicon

Mamma hennar Elísabetar vinkonu okkar í USA bjó til góða síðu þar sem skoðaðar eru ýmsar hliðar á sondu málunum:

http://www.our-sma-angels.com/elizabeth/gtube_nissen_opinions.htm

 Vonandi hjálpar það eitthvað.

Kv. Kvistavallagengið

Halli G. (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:08

4 identicon

Mikið er ég glöð að heyra að þú sért að braggast. Þú átt líka svo fínt dót sem kvetur þig að leika og gott fólk að leika við ;D

Við skulum bara vona að sondudæmið haldi áfram að ganga vel,- svona þegar búið er að komast fyrir byrjunarvandamálin. Briljant þetta með sódavatnið !!

Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:21

5 identicon

Mikið eru þetta góðar fréttir Elva Björg. Þyngri og styrkari, gæti það verið betra? Haltu þessu áfram ljúfust.

Gurra.

Gurra (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Gott að heyra að sondan er að virka. Úti í BNA þá fékk Huginn ekki nýja nema örsjaldan. Man ekki alveg hvað var langur tími en það var örugglega mánuður eða meira og það var aldrei neitt mál. Í sambandi við stíflurnar þá er líka frábært að nota Diet Sprite það eiginlega virkaði mun betur en sódavatnið.

Gangi ykkur öllum áfram vel og til hamingju með nýja pallinn og njótið hans í tætlur.

Fjóla Æ., 24.5.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband