Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægt að ná að koma festu á dagana

Nú er næringargjöfin orðin góð og mér líður mun betur.  Því er mikilvægt fyrir okkur að ná að koma á festu á daglegt líf.  Það gefur augaleið að mestur tími okkar fer í að annast og sinna mér.  Mamma og pabbi þurfa samt líka að gefa sér tíma í að sinna systkinunum mínum og því mikilvægt að við náum að skipuleggja dagana okkar vel.

Ánægð að leika á teppinu mínu 

Við getum alveg viðurkennt að þetta hafi verið erfiðir dagar og reynt mikið á almennt heimilislíf.   Minn dagur er komin í nokkuð góða rútínu og verðum við að læra að sníða restina af tímanum með tilliti til þess.

Á þriðjudag kemur Sigríður Kristín (Sigga pera) til okkar.  Sigga var au-pair hjá okkur veturinn 2006-2007 og nú ætlar hún að vera hjá okkur í sumar.  Það gæti e.t.v. hljómað skrítið að fá au-pair yfir sumartímann en skólaárið hjá systkinum mínum endar ekki fyrr en í lok Júlí.  Þá er mjög kærkomið að fá frekari aðstoð við heimilið svo við getum öll notið tímanns enn betur saman.

Það er mikil tilhlökkun á heimilinu, hjá mömmu og pabba en ekki síður hjá eldri systkinum mínum sem hafa saknað hennar mikið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað er gott að heyra að allt gengur vel, ég fékk alveg hnút í magann þegar ég sá að mamma þín væri svo komin í gips ofan á allt annað!! En til hamingju með nýja pallinn og með Siggu peru,-

kveðjur frá Stínu "peru"

Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:46

2 identicon

Voðalegur hrakfallabálkur getur hún mamma þín verið . Ég vorkenni henni samt rosalega, þetta er ekkert skemmtilegt. Gaman að sjá hvað þú braggast vel með nýju sondunni. Gamla au-pair gengið þarf eiginlega að koma aftur þegar nýi pallurinn er tilbúinn . Bið að heilsa öllu.

Kv. Soffía.

Soffía (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband