Leita í fréttum mbl.is

Í vikulok

Ég er búin að ná að vera með sonduna í mér í viku án þess að ég hafi tekið hana úr mér eða hún hafi stíflast.  Í kvöld ætlar Sigurlaug að koma til mín og fer ég í læknisskoðun og verður skipt um nefsondu því að hún má að hámarki vera í eina viku í senn.

Ég er búin að vera mjög hress síðustu dagana.  Það er þó örlítið slím í nefi og hálsi og því kemur sér vel að við erum með sérstaka sugu sem hjálpar að hreinsa slímið úr mér.

Um síðustu helgi komu amma og afi í Keflavík í heimsókn og var frábært að fá að hafa þau hjá okkur og vona ég að þau komi fljótlega aftur.

Mamma með brotna hendi 

Þó svo ég hafi átt nokkuð góða viku, þá er ekki hægt að segja það um alla.  Mamma varð fyrir því óhappi í vikunni að hrasa fyrir framan húsið okkar og kom sprunga í bein á hægri hendi og er hún núna komin með stórt og mikið gifs á hendina.  Má búast við að hún verði að vera með það í tvær til þrjár vikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 454602

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband