Leita í fréttum mbl.is

Vinstra lungað virðist ekki ná að haldast að fullu opið.

Ég hef verið að falla mikið í mettun um leið og BiPAPið er tekið af mér.  Með það á mér er ég hins vegar í flottum málum.  Því hefur verið erfitt að hreinsa t.d. slím úr mér og hafa mamma og pabbi þurft að vera bæði við það og gera það mjög gætilega.

Tilbúin fyrir góðan nætursvefn

Tóku þau eftir því í dag að vinstra lungað nær ekki að haldast að fullu opið ef ég er ekki með öndunarhjálp.   Settu þau aukin kraft á tækið og í samráði við læknirinn minn þá er talið best að ég sé á tækinu sem mest og á auknum styrk næstu tvo sólarhringana.  Ég á líka að fara á sýklalyf því ef lungað nær ekki að haldast vel opið í lengri tíma, þá er meiri hætta á lungnasýkingu.

Vonandi næ ég góðum styrk í lungað næstu sólarhringa og ætlum við að reyna allt sem við getum til að svo verði.  Viljum við forðast að þurfa súrefnisrör til að lyfta lunganu upp því að styrkurinn minn er alls ekki nógu góður í dag og því getur verið hættulegt og erfitt að taka það úr mér þegar ég er komin á það á annað borð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi elsku litla músin, hugur okkar er stöðugt hjá ykkur, sendum ykkur baráttukveðjur og fullt af faðmlögum.

Kveðja frá Kvistavöllum, Aldís og co.

Aldís (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:58

2 identicon

Elsku hjartans engillinn minn, þetta er búiðað vera erfiður skóli fyrir ykkur öll. En með kærleik og samheldni gerast kraftaverk og þið eruð  svo dugleg að lifa í núinu og njóta alls hins besta sem hver dagur hefur uppá að bjóða. Veriði áfram sterk því að það er það sem gefur lífinu gildi, - að  elska og vera elskaður

Ykkar Stína

Stína (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:29

3 identicon

Við sendum ykkur öllum  baráttukveðjur og hlýja strauma.

Anna Björg og Maddi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 18:23

4 identicon

Elsku litla sæta frænka.. vonandi mun þetta ganga rosa vel og ég hugsa stöðugt til ykkar! Þú og öll fjölskyldan eruð algjörar hetjur. Vildi að það væri ekki svona langt á milli okkar!!

Knús og kossar,, kveðja Kristín ósk

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:00

5 identicon

Kæra fjölskylda, það er mikið sem á ykkur öll er lagt og eðlilegt að velta fyrir sér spurningum um lífið, sérstaklega á þessum árstíma. Hugurinn er oft hjá ykkur, þið eruð svo dugleg og standið svo þétt saman og eigið góða að sem er svo dýrmætt.

Jólakveðjur, Soffía (gamla au-pair)

Soffía (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband