Leita í fréttum mbl.is

Heima er best

Það er hálf skrítið en ég á til að skrifa minna ef allt gengur vel.  Eða er það e.t.v. bara eðlilegt ? 

Ég held áfram að gera mitt besta og síðustu dagar hafa verið eins góðir og vikan á undan.  Hitalaus, góð mettun og ekki of mikil slímmyndun.

Mamma hefur verið á umönnunarlaunum eftir fæðingarorlofið en fyrir mánuði síðan rann út tímabilið sem kerfið gaf okkur og því voru góð ráð dýr.  Sem betur fer hefur verið samþykkt að halda áfram umönnunarlaununum hennar í einhverja mánuði í viðbót og get ég því verið heima áfram því að ef mamma þyrfti að fara aftur á vinnumarkaðinn þá væri fátt annað í stöðunni fyrir mig en að vera á sjúkrahúsinu. 

Heima er best.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu er best að vera heima með öllum sem þykir vænt um mann og knúsa mann á hverjum degi

Knús í kram frá austfjörðunum, kveðja Rannveig frænka.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:29

2 identicon

Vonandi dettur engum í hug að það sé betra að búa á sjúkrahúsi - hverjum væri það í hag?  Þetta er það allra besta!  Gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því lengur.  Bestu kveðjur til allra. Ingibjörg Sif

Ingibjörg Sif Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:12

3 identicon

Ja, vonandi fer bara allt á besta veg með ummönnunarlaunin, því máltæakið "heima er best" kemur sennilega ekki til af engu ;)

já, og annað- "engar fréttir eru góðar fréttir" ;D

Bestu kveðjur til allra

Stína (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 454622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband