20.4.2009 | 08:03
Aftur á Kannerklinik í hvíldarinnlögn
Eg er búin að vera bara með góðu móti undanfarnar vikur, bara þetta venjulag, sjúga upp úr mér reglulega, með smá hita, prufaði nýja tagund að mjólk og var svoliítið uppþembd af henni svo eg fór bara aftur í gömlu tegundina......
Pabbi er búin að vera í burtu í Nigeriu í 2 vikur, svo tók hún Edda systir upp á því að slasa sig aðeins, svo hún er búin að vera á hækjum í 10 daga. (og mamma þarf að þjóna henni með allt).það eru iðnaðarmenn heima að gera upp annað baðherbergið og eg verð svolítið hrædd þegar þeir eru að bora, þá þarf mamma að halda í hendina á mér og hugga mig. Svo mamma var orðin ansi þreitt og bað um hvídarinnlögn fyrir mig. Eg fór síðasta föstudag aftur á Kannaerklinik eg verð sennilega í 4-5 daga, svo mamma nái að hlaða batteríin aftur.
Hún mamma ætlar að halda sína fyrstu einka myndlistarsýningu þann 29 apríl á Arizona Lounge in Contern kl. 18-20. Ykkur er öllum boðið að koma og kíkja. Hún ætlar að gefa ykkur smá synishorn.
Ástarkveðja frá VIP (very important patient)stelpunni.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl yndislegust...leiðinlegt að heyra að Edda sys..hafi verið að slasa sig...en hún hristir þetta vonandi af sér fljótlega...þú hleður svo bara þín batterí í þessa daga á klinikinni...og verður eldhress þegar þú kemur heim og þá verður pabbi komin líka...vildi að ég gæti komið og kíkt á sýningunna hjá mömmslunni...Guð og allir englarnir varðveiti þig elsku litla frænka mín...knús á alla línuna frá Erlu frænku...
Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:53
Gott að allir fá góða hvíld - svo kemst Eddan á fætur og dekrar við mömmu sína
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:17
Elsku litli engillinn minn. Nú á ég bara rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu mínu og ætla að koma beint til þín upp á Kannerklinik. Ólýsanleg tilhlökkun. Kveðja pabbi.
Egill Reynisson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 08:10
Sæl öllsömul og gleðilegt sumar og gott að heyra að þér líði vel Elva Björg.Sumarkveðja í sliddurigningu frá Grindavík.Halla og fjölskylda.
Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:15
Leiðinlegt að Edda skuli hafa verið að meiða sig, skiljanlegt að mamman sé orðin soltið þreitt að basla í þessu öllu saman! Enn frábært fyrir þig að fá pabbann þinn heim aftur,- ég hugsa nú að þau hin verði líka fegin að sjá á honum fésið ;D
Sumarkveðjur héðan,- (í tilefni dagsins er boðið upp á rok og rigningu.... ;)
knús og kossar til allra
Stína (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.