24.12.2009 | 07:39
Þið eruð líka best - Gleðilega jólahátíð
Síðustu dagar hafa verið hálfgerðir rússíbanadagar. Sérstaklega dagarnir fyrir síðustu helgi. Ég átti til að halda mettun mjög illa og fá erfið föll sem þurfti að bregðast mjög skjótt við. Í nótt heyrðu mamma og pabbi mikið kurr í önduninni og því var ekki annað að gera en að reyna að losa allt slím úr öndunarveginum. Eftir mikla vinnu náði ég að losa mig við slím sem aldrei fyrr og eru tölurnar mínar loksins eins og þær verða bestar. Ég ligg því núna ofboðslega sátt og ánægð og horfi á (og tala við) Dóru í jólaþætti í þýska sjónvarpinu.
Í kvöld ætla ég að sitja með fjölskyldunni til borðs og taka þátt í aðfangadagskvöldi og ætlum við síðan að opna pakka saman. Á morgun fer ég síðan í jólaboð til ömmu og afa í Niederanven.
Á mínu heimili eins og á svo mörgum átti að gera marga hluti fyrir hátíðarnar en eins og oft þá er því miður ekki hægt að framkvæma þá alla. Við höfðum tekið ákvörðun um að taka allt frekar rólega og ekki pirra okkur á hlutum sem mega hvort sem er bíða en þess í stað njóta þess að fá að vera saman. Þannig fái andi jólanna frekar að njóta sín, andi sem vekur upp von um gleði, frið, framtíð og frelsi.
Stuðningurinn sem ég og fjölskyldan er búin að fá frá ykkur öllum er algjörlega ómetanlegur og væri erfitt fyrir okkur að takast á við alla þá erfiðleika sem veikindi mín skapa, án þessa mikla stuðnings. Ég vil nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Þið eruð líka best.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku englamúsin mín
Mikið óska ég þér og fjölskyldunni þinni gleðilegra jóla, og það er alveg rétt að nú er um að gera að njóta, njóta, njóta
Risajólaknús til ykkar allra
Stína (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 09:56
Kæra fjölskylda!
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best um hátíðarnar.
Kærar kveðjur frá Höllu frænku og fjölskyldu.
Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 10:08
Elsku Elva Björg og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar bestu jólaóskir og farsældar á nýju ári. Hafið það ætíð sem allra best. Hugur okkar er hjá ykkur. Jólaknús. Vilborg og börn.
Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.