Leita í fréttum mbl.is

Jóladagur á sjúkrahúsinu

Á aðfangadagsmorgun byrjaði ég að fá háan hita og að kasta upp.  Þannig gekk restin af deginum og kvöldinu en á milli þess sem að ég virtist vera hin hressasta þá átti ég einnig tímabil þar sem mér leið mjög illa og var oft kvalin og átti erfitt með svefn.  Í gær var svo komið að það var ekkert annað í stöðunni en að hringja í sjúkrabíl og fara með mig á Kanner Klinik því að ég var að byrja að þorna örlítið upp.

Ég er búin að vera í rannsóknum síðan ég kom í gær og því miður þá hefur fundist þó nokkuð blóð í magavökvanum.  Sem betur fer er það ekki nýtt blóð svo vonandi ekki eitthvað sem er að hafa þessi slæmu áhrif.  Þá er líka verið að skoða hvort möguleiki sé að einhver líffæri eða hluti þeirra sé ekki að starfa en ég ætla nú samt að vona að þetta sé bara tilfallandi flensa sem ég nái mér fljótt af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðjur úr Grindavíkinni.

Kv. Halla frænka.

Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:54

2 identicon

Knús og kveðja af Óðinsvöllum.

Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:58

3 identicon

Jóla kveðja frá okkur og þú ert í okkar bænum elsku Elva Björg.

Kveðja

Einar og Fam.

Björg, Einar og fj. (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:18

4 identicon

Litla elskan mín,- þú hefur sýnt að þú ert líkleg til alls og vonandi verður þú fljót a hrista þetta af þér engillinn minn

jólaknús með greniylm og piparkökum.....

Stína (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 01:01

5 identicon

Hlýjar hugsanir frá mér kæra fjölskylda

Guja (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 10:00

6 identicon

Úff, það fór þá því miður ekki svo að þú færir í jólaheimsókn til ömmu og afa á jóladag. Leitt að heyra elsku þið. Vona að þér líði betur í dag elskulega englabarn. 

Kveðja úr Mamer,

Ella.

Ella (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:18

7 identicon

Jólakveðja til ykkar allra og hlýjar hugsanir

kær kveðja, Soffía, gamla aupair

Soffía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 10:18

8 identicon

Barattukveðjur kæra fjolskylda!! kiki a bloggið ykkar oft en kvitta aldrei svo eg var að kasta kveðju a þessum erfiðum timum,eg vona svo innilega að Elva nai ser og ekkert alvarlegt se i gangi hja litlu hetjunni!kær kv Ragna,Ella Dis og fjolsk

Ragna Erlendsdottir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 454602

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband