Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár

Daginn eftir að ég kom af sjúkrahúsinu var eins og eitthvað frábært gerðist.  Mér fór að líða miklu betur og fór að sýna mínar bestu hliðar.  Mettun frábær, öndunarvegurinn nokkuð hreinn og síðan þá hef ég verið að reyna að taka þátt í öllu í kringum mig.

Björg, Björg, Björg og Björg

Í gærkvöldi fór ég í matarboð til ömmu og afa í Niederanven.  Mamma og pabbi voru auðvitað hálf efins hvort að það væri of erfitt fyrir mig að fara út en ég get sagt að það var engin ástæða til að efast.  Ég var í matarboðinu í næstum fjóra tíma og naut hverrar mínútu.  Brosið fór eiginlega ekki af mér allan tímann.  Þegar ég kom heim í gærkvöldi sofnaði ég fljótt og vel og í morgun vaknaði ég aftur sátt og glöð.  Horfði á mitt morgunsjónvarp og söng og hló með.

Mætt með pabba í áramótaboð hjá ömmu og afa

Ég veit að í mínu lífi getur stundum verið stutt á milli gleði- og sorgarstundanna.  Því finnst mér aldrei meira gaman en að segja frá því þegar mér líður vel.  Þó oft séu erfiðleikar þá má engin gleyma góðu stundunum enda verður gleðin og kærleikurinn öðru yfirsterkari.  Þetta eru nýársskilaboð mín til þín.

Elsku ættingjar og vinir.  Gleðilegt nýtt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra svona góðar fréttir. Þú ert ótrúleg hetja Elva mín. Guð gefi ykkur öllum gott og farsælt nýtt ár.

hildur Ellertsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:29

2 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda og mikið er nú gott að heyra að allt gangi vel með  Elvu

Kærar nýárskveðjur úr Grindavíkinni

Halla frænka og fjölskylda.

Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:15

3 identicon

Elskulegust, gott að heyra að þú hafir notið áramótanna í faðmi fjölskyldunnar,- og það er líka rétt hjá þér að á gleðin vegur þyngra en sorgirnar og þessvegna er þetta allt þess virði

Allar mínar bestu óskir um gleðilegt nýtta ár til ykkar allra

Stína (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:08

4 identicon

Ohhhhh hvað er gott og gaman að heyra þetta.

Takk fyrir nýárskveðjuna, er góð ámynning. Gleðilegt og farsælt ár til ykkar allra líka.

 Love, Ella.

Ella (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:16

5 identicon

Gleðilegt jól og ár og alltsaman, gott að heyra að þú ert öll að hressast!

Knús í brús! kveðja Rannveig.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:38

6 identicon

Gaman að heyra svona góðar fréttir af þér og frábært að nýja árið skuli byrja svona vel hjá þér, það hlýtur að vita á gott. Gleðilegt ár til ykkar allra.

Kær kveðja, Soffía, gamla au-pair

Soffía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 09:00

7 identicon

Elsku Vala Björg, Egill og öll fjölskyldan í Lux.

Frá Björgu Huldu barst okkur dánarfregnin. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu lífsreynslu. Kveðja frá okkur öllum í minni fjölskyldu.

Anna Hulda.

Anna Hulda (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband