10.5.2008 | 06:13
Tveir dagar með nefsondu
Nú er ég búin að vera með nefsonduna í mér í tvo sólarhringa. Mamma og pabbi sjá mikinn mun á nætursvefninum enda hef í sofið báðar næturnar í átta klukkustundir án þess að vakna til að drekka. Við getum núna náð að skipuleggja næringargjöfina eins og best verður á kosið og verðum við næstu daga að finna út hvernig best er að dreifa gjöf á fastri fæði og vökva yfir daginn.
Ég er samt búin að vera pirruð yfir daginn enda mátti svo sem búast við því. Það er ekkert gott að hafa slöngu hangandi í sér og mér finnst slangan vera í sverari lagi. Ég á til að kúgast örlítið yfir slöngunni og virðist sem það sé að myndast örlítið slím í hálsinum með henni. Mamma og pabbi ætla því að sjá hvort ekki sé hægt að setja örlítið nettari slöngu í mig í dag og sjá hvort að það sé ekki betra.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku kerlingin mín, það er enginn smá plástur sem er búið að klína á þig ljúfust !! En tilgnagurinn helgar víst meðalið þannig að vonandi gengur þetta allt saman eins og best verður á kosið :)
Nú er s.s. tölvan mín komin í lag svo ég get farið að fylgjast með þér á netinu- fyrst pabbi og mamma eru svona dugleg að skrifa og setja inn myndir fyrir þig.
Mínar bestu kvðjur til þín og ykkar allra með þökkum fyrir gestristnina um daginn ,- knús og kossar frá einni af barnapíunni :D
Stína (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.