12.5.2008 | 20:51
Minni nefsonda og dagurinn strax betri
Slangan fór alls ekki vel í mig og um helgina var ég algjörlega ómöguleg. Ég kúgaðist af fastri fæðu, var vælin og óróleg. Þá byrjaði að myndast slím í nefi og hálsi sem ég hef verið laus við hingað til. Á laugardagskvöld fóru því mamma og pabbi með mig uppá barnasjúkrahús þar sem ég var mynduð til að hægt væri að ganga úr skugga um að slangan lægi eðlilega, sem hún gerði. Hins vegar var mikið slím í nefi og hálsi og mikið loft í maganum.
Í gærmorgun fór ég síðan í sjúkranudd til að losa loft úr maganum og til að losa um slím í öndunarveginum. Í morgun var gert hið sama og fengu mamma og pabbi þjálfun í að nota sogtækið. Mömmu og pabba fannst ekki auðvelt að setja sogrör í gegnum nefið á mér eða munn og niður í háls en þau sjá nú samt að mér líður mun betur á eftir.
Það sem gerði hins vegar gæfu muninn í dag var að ég fékk minni nefslöngu og mér leið strax miklu betur. Í dag gat ég auðveldlega borðað fasta fæðu án þess að kúgast og hef verið meira og minna eitt ánægjubros. Slímmyndun er þó enn einhver en vonandi náum við að losa um það fljótlega.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OOObbosí, þetta hefur verið ljóta ævintýrið!! En gott að þér líður betur, enda ekki langt í brosið hjá þér litla ljós :)
Bestu kveðjur til allra úr rokinu og suddanum hér ;)
Stína (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:17
Elsku litli engillinn.
Ég fæ tár í auga við að sjá hve mikið er lagt á litla sál. Hún er samt heppin að eiga svona góða foreldra sem gefa henni alla sína ást og tíma.
Með minni bestu kveðju.
Halla Rut (vinkona Stínu)
ps: Ætla að fá að benda á þetta á minni síðu.
Halla Rut , 13.5.2008 kl. 12:52
Ég bið guð að halda utan um þig litli engill og hjálpi þér. með kæri kveðju til þín og foreldra þína.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 13:21
Gangi þér allt í haginn, litla hetja. Megir þú ná góðum bata.
Með beztu kveðjum
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:22
Elsku Elva litla hetja, sendi þér og fjölskyldu þinni baráttukveðjur. Ég ætla að fylgjast með baráttunni þinni og hafa þig í bænum mínum þó að ég þekki ykkur ekki. Bestu kveðjur Erna.
Erna, 13.5.2008 kl. 13:24
Baráttukveðjur frá Íslandi!
Markús frá Djúpalæk, 13.5.2008 kl. 13:31
Elsku barn, ég sendi þér og fjölskyldu þinni baráttukveðjur
Steinn Hafliðason, 13.5.2008 kl. 13:51
hjartans kveðjur litla ljós
halkatla, 13.5.2008 kl. 14:01
Elsku litla vina. Mér er ljúft að bæta þér í bænir mínar. Ósköp er lagt á litla stúlku og fjölskyldu hennar. Ætla að fá að halda áfram að fylgjast með ykkur. Guð gefi styrk og kærleik til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 14:22
Megi ljós þitt skína um ókomin æviveg, litla barn.
AlliRagg, 13.5.2008 kl. 14:31
Stuðningskveðjur frá Svíþjóð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 14:43
Falleg lítil stúlka.
Guð, veri með henni og allri fjölskyldunni.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.5.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.