Leita í fréttum mbl.is

Komin aftur heim

Á annan dag jóla fór ég að sýna miklar framfarir og var orðin svo góð í gær að ekkert var til fyrirstöðu að ég færi heim.  Ég var því útskrifuð og kom heim í mínum sjúkrabíl seinnipartinn í gær, sátt og ánægð.

Í sófanum hjá mömmu

Á löngu tímabili á sjúkrahúsinu var mettun nokkuð lág og var erfitt að átta sig á hvers vegna.  Eftir að mér var sagt í gær að nú væri ég aftur á leiðinni heim þá var eins og mettunin stigi hratt í eðlilegar tölur og hefur haldist góð síðan.  Verðum við ekki bara að segja að heima sé best.

Jólabað 

Nú er ég að taka eðlilega við mjólkurgjöf í gegnum magasonduna og hef ekkert verið að kasta upp síðan ég kom heim. 

Sem betur fer var þetta stutt sjúkrahúsvist eða fjórir dagar en ég hef aldrei áður farið á sjúkrahúsið og verið í jafn stuttan tíma.  Þessi vist var líka á margan hátt öðruvísi en áður því að í þetta skiptið var ekkert pláss á gjörgæsludeildinni og því þurfi ég að vera á almennri deild.  Því miður er kunnátta fagfólks þar við að meðhöndla sjúkling eins og mig ekki eins góð og á gjörgæslunni og því voru mamma og pabbi hreinlega beðin um að fara ekki frá hina einustu stund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    

Stína (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:51

2 identicon

Gott að heyra Elva mín að þú sért komin heim, HEIMA ER BEST    Vá hvað Edda Kristín er mikil skvís með liðað hárið og svo sýnist mér Daníel Örn vera með gel í í sínu hári ?? bara töff  Knús til ykkar allra. Vilborg

Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 22:59

3 identicon

Mikið var gott að heyra þetta.  Auðvitað er best að vera heima - enda úrvalsliðið sem hugsar um þig þar.

Gleðilegt ár

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:08

4 identicon

Gleðilegt ár yndislegust...og duglegust í öllum heiminum...auðvitað er best að vera heima...gaman að tala við pabba þinn áðan og heyra að þú hafir getað verið í áramótaboði hjá ömmu og afa í gær...Guð og allir englarnir haldi áfram að vernda þig elsku litla frænka min...risaknús á ykkur öll...Erla frænka...

Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband