Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2010 | 15:26
Elva Björg er farin frá okkur
Elsku lilta englabarnið okkar hún Elva Björg lést í morgun kl. 08:55.
Hún hafði verið upp á sjúkrahúsi síðustu 3 daga, hún hafði verið að fá "mettunarföll" síðustu daga og var orðin ansi þreytt. Hún hafði samt ekki verið með neitt kvef en mikið slím var í henni. Í gær var ég (Vala) hjá henni allan daginn og tölurnar hennar voru bara fínar. Ég var búin að tala við læknana og ég ætlaði heim með hana í dag! Svo gerist þetta svona snökkt...... Litli veiki líkaminn hennar var bara búin með kraftinn sínn.
Guð geymi litla engilinn okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (78)
1.1.2010 | 11:41
Gleðilegt nýtt ár
Daginn eftir að ég kom af sjúkrahúsinu var eins og eitthvað frábært gerðist. Mér fór að líða miklu betur og fór að sýna mínar bestu hliðar. Mettun frábær, öndunarvegurinn nokkuð hreinn og síðan þá hef ég verið að reyna að taka þátt í öllu í kringum mig.
Í gærkvöldi fór ég í matarboð til ömmu og afa í Niederanven. Mamma og pabbi voru auðvitað hálf efins hvort að það væri of erfitt fyrir mig að fara út en ég get sagt að það var engin ástæða til að efast. Ég var í matarboðinu í næstum fjóra tíma og naut hverrar mínútu. Brosið fór eiginlega ekki af mér allan tímann. Þegar ég kom heim í gærkvöldi sofnaði ég fljótt og vel og í morgun vaknaði ég aftur sátt og glöð. Horfði á mitt morgunsjónvarp og söng og hló með.
Ég veit að í mínu lífi getur stundum verið stutt á milli gleði- og sorgarstundanna. Því finnst mér aldrei meira gaman en að segja frá því þegar mér líður vel. Þó oft séu erfiðleikar þá má engin gleyma góðu stundunum enda verður gleðin og kærleikurinn öðru yfirsterkari. Þetta eru nýársskilaboð mín til þín.
Elsku ættingjar og vinir. Gleðilegt nýtt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.12.2009 | 10:12
Komin aftur heim
Á annan dag jóla fór ég að sýna miklar framfarir og var orðin svo góð í gær að ekkert var til fyrirstöðu að ég færi heim. Ég var því útskrifuð og kom heim í mínum sjúkrabíl seinnipartinn í gær, sátt og ánægð.
Á löngu tímabili á sjúkrahúsinu var mettun nokkuð lág og var erfitt að átta sig á hvers vegna. Eftir að mér var sagt í gær að nú væri ég aftur á leiðinni heim þá var eins og mettunin stigi hratt í eðlilegar tölur og hefur haldist góð síðan. Verðum við ekki bara að segja að heima sé best.
Nú er ég að taka eðlilega við mjólkurgjöf í gegnum magasonduna og hef ekkert verið að kasta upp síðan ég kom heim.
Sem betur fer var þetta stutt sjúkrahúsvist eða fjórir dagar en ég hef aldrei áður farið á sjúkrahúsið og verið í jafn stuttan tíma. Þessi vist var líka á margan hátt öðruvísi en áður því að í þetta skiptið var ekkert pláss á gjörgæsludeildinni og því þurfi ég að vera á almennri deild. Því miður er kunnátta fagfólks þar við að meðhöndla sjúkling eins og mig ekki eins góð og á gjörgæslunni og því voru mamma og pabbi hreinlega beðin um að fara ekki frá hina einustu stund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2009 | 13:45
Jóladagur á sjúkrahúsinu
Á aðfangadagsmorgun byrjaði ég að fá háan hita og að kasta upp. Þannig gekk restin af deginum og kvöldinu en á milli þess sem að ég virtist vera hin hressasta þá átti ég einnig tímabil þar sem mér leið mjög illa og var oft kvalin og átti erfitt með svefn. Í gær var svo komið að það var ekkert annað í stöðunni en að hringja í sjúkrabíl og fara með mig á Kanner Klinik því að ég var að byrja að þorna örlítið upp.
Ég er búin að vera í rannsóknum síðan ég kom í gær og því miður þá hefur fundist þó nokkuð blóð í magavökvanum. Sem betur fer er það ekki nýtt blóð svo vonandi ekki eitthvað sem er að hafa þessi slæmu áhrif. Þá er líka verið að skoða hvort möguleiki sé að einhver líffæri eða hluti þeirra sé ekki að starfa en ég ætla nú samt að vona að þetta sé bara tilfallandi flensa sem ég nái mér fljótt af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.12.2009 | 07:39
Þið eruð líka best - Gleðilega jólahátíð
Síðustu dagar hafa verið hálfgerðir rússíbanadagar. Sérstaklega dagarnir fyrir síðustu helgi. Ég átti til að halda mettun mjög illa og fá erfið föll sem þurfti að bregðast mjög skjótt við. Í nótt heyrðu mamma og pabbi mikið kurr í önduninni og því var ekki annað að gera en að reyna að losa allt slím úr öndunarveginum. Eftir mikla vinnu náði ég að losa mig við slím sem aldrei fyrr og eru tölurnar mínar loksins eins og þær verða bestar. Ég ligg því núna ofboðslega sátt og ánægð og horfi á (og tala við) Dóru í jólaþætti í þýska sjónvarpinu.
Í kvöld ætla ég að sitja með fjölskyldunni til borðs og taka þátt í aðfangadagskvöldi og ætlum við síðan að opna pakka saman. Á morgun fer ég síðan í jólaboð til ömmu og afa í Niederanven.
Á mínu heimili eins og á svo mörgum átti að gera marga hluti fyrir hátíðarnar en eins og oft þá er því miður ekki hægt að framkvæma þá alla. Við höfðum tekið ákvörðun um að taka allt frekar rólega og ekki pirra okkur á hlutum sem mega hvort sem er bíða en þess í stað njóta þess að fá að vera saman. Þannig fái andi jólanna frekar að njóta sín, andi sem vekur upp von um gleði, frið, framtíð og frelsi.
Stuðningurinn sem ég og fjölskyldan er búin að fá frá ykkur öllum er algjörlega ómetanlegur og væri erfitt fyrir okkur að takast á við alla þá erfiðleika sem veikindi mín skapa, án þessa mikla stuðnings. Ég vil nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Þið eruð líka best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2009 | 11:36
Eru það þá forrétindi núna að lifa ?
Fyrir tæpum tveimur vikum varð ég tveggja ára og átti frábæran dag með fjölskyldu og vinum. Tveggja ára afmælið mitt er ekki eins og hvert annað afmæli. Það er afmælið sem margir töldu að ég myndi ekki ná. Þegar ég horfi til baka frá því að ég greindist með SMA-1 sjúkdóminn þá hefur margt gerst og við höfum mikið lært. Ekki bara í umönnun minni heldur hvað það er sem gefur lífinu gildi.
Auðvitað hafa komið tímabil þar sem öllum finnst álagið vera næstum óyfirstíganlegt enda erfiðleikarnir oft verið miklir. Læknar, hjúkrunarfólk, sjúkrabílar, lyf og tæki eru búin að vera stór hluti af mínu lífi. Ég er búin að eiga mín öndunarstopp og upp hefur komið tími þar sem talið var að ég myndi ekki lifa nóttina af. Ég er samt vonandi búin að sýna öllum að ég er sterkari en svo.
Síðustu vikur hafa verið mjög góðar hjá mér ef frá eru skildir örfáir dagar þar sem mettunar og öndunarfall hafa komið en sem betur fer hef ég ávallt náð að koma mér á rétt ról aftur. Nú ligg ég í rúminu mínu í stofunni og horfi á sjónvarpið mitt og er ánægð með mig og mína. Það eina sem ég vil er að fá að halda áfram að geta verið heima með fjölskyldunni og sjá sem mest af ættingjum og vinum. Ég lít ekki á að það séu forréttindi að fá að vera hér. Mér finnst það bara vera sjálfsagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.12.2009 | 21:35
Afmælið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2009 | 07:46
Má bjóða þér í afmælisveislu ?
Eftir að ág náði mér af mettunarfallinu í fyrradag hef ég verið í góðum gír. Mettun haldist há og blóðþrýstingur verið undir meðallagi.
Á morgun á ég tveggja ára afmæli. Ég vil nota tækifærið og bjóða vinum og vandamönnum að koma til mín og halda upp á daginn með mér. Ætla ég að vera með opið hús eftir klukkan 17:00 á morgun mánudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.11.2009 | 12:22
Það er alltaf erfitt að glíma við mettunarfall
Gærdagurinn var mjög erfiður. Ég hafði verið með háan blóðþrýsting strax í gærmorgun og rétt fyrir hádegi fékk ég snökt en stutt mettunarfall sem var greinilega vegna þess að ég var að rembast því að ég þurfti að kúka. Auðvitað hljómar þetta hálf einkennilega en því miður þá geta nauðsynlegir og sjálfsagði hlutir hreinlega tekið á hjá mér.
Ég jafnaði mig nokkuð fljótt og blóðþrýstingurinn lækkaði mikið og því héldum við að þetta væri yfirstaðið. Eftir fáar klukkustundir fékk ég síðan mjög slæmt mettunarfall og náði engan vegin að ná öndun aftur. Ambupoka og aukasúrefni þurfti til að koma súrefni aftur í lungun og eðlilegri öndun af stað. Eftir einhverjar mínútur komst súrefnismettun yfir hættumörk og öndun varð eðlileg.
Í öllum látunum var auðvitað hringt í sjúkrabíl og lækni en þegar þeir komu var ég búin að ná góðri öndun og brosti mínu allra breiðasta þegar mér var sagt að ég þyrfti ekki að fara með sjúkrabílnum á Kanner Klinik. Þó að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir þá tekur þetta auðvitað mikið á og erfitt fyrir alla og ekki síður stóru systkini mín en Edda Kristín horfði upp á atvikið og varð auðvitað mikið niðri fyrir.
Ég var auðvitað þreytt eftir þessi átök en náði samt ekki að sofna vel fyrr en seint í gærkvöldi. Í dag er ég hins vegar hin hressasta. Vaknaði sátt í morgun og horfið vel og lengi á morgunsjónvarpið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2009 | 07:00
Örlítil hetjudáð
Ég hef haldið mínu striki þessa vikuna. Haldið áfram að sýna mínar bestu hliðar síðan ég kom heim af sjúkrahúsinu. Mettun hefur haldist góð nær alla vikuna og hef ekki fengið eitt einasta mettunarfall.
Viðbótarheimahjúkrunin frá krabbameinsfélaginu er eins og himnasending og er að létta okkur daginn mikið. Nú þarf bara að skipuleggja heimahjúkrunina á þann veg að ekki verði of mikill tími á milli þess sem að hún kemur til að tryggja að engin nái að safna of mikilli þreytu í einu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar