Leita í fréttum mbl.is

Það er fátt í kotinu

Systkini mín eru farin til Íslands í sumarfrí.  Af persónulegum ástæðum þurfti Sigga pera líka að fara til Íslands svo nú er ég bara ein í kotinu með mömmu og pabba.

Á leikteppinu á meðan ég fæ næringu í gegnum sonduna 

Ég er búin að vera nokkuð hress að undanförnu nema síðustu tvo daga fékk ég hita og var með uppköst.  Það er ekki gott að segja hvers vegna en líklega hefur sondan verið að pirra mig eitthvað því að um leið og við skiptum um hana þá hef ég verið mun betri.

Þar sem ég sef fast og er ekki að hreyfa mig mikið í svefni, þá hafa moskítóflugurnar átt auðvelt með að stinga mig og er ég núna með fjórar ljótar stungur í andlitinu.  Nú sef ég undir góðu neti og vonandi láta þær mig í friði framvegis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þér líður betur fallega skott, vonum að blessuðu moskítóflugurnar láti þig í friði héðan í frá.  Við erum enn inn á spítala en Ragnar Emil er orðinn miklu, miklu betri. 

Kveðja frá Íslandi, Aldís og Ragnar Emil.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:10

2 identicon

Bara að kíkja á þig sætust fyrir svefninn en það er komin nótt hér í Kínalandi og allir á leið í ból. Vonandi að fjárans moskítóflugurnar haldi sig langt í burtu frá þér mín kæra.

Koss á aldraða foreldra þína

Guðný Anna (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband