Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Heilsu minni hefur hrakað mikið undanfarið

Síðustu þrír sólarhringar hafa verið nokkuð erfiðir hjá mér.  Ég er með einhverja flensu sem og margir aðrir en því miður er krafturinn minn ekki mikill fyrir, svo að þetta er að leggjast nokkuð þungt á mig.  Ég er ekki að ná að sofa vel og er full af slími.

 Forvitnilegt að sjá annað sjónarhorn

Mettunin er að haldast þokkaleg þegar öndunarhjálpin er sett á hærri þrýsting og öndunarveginum er haldið hreinum.  Þegar minni kraftur er settur á tækið fer ég strax að erfiða og kalla á aðstoð.  Ég verð að vera raunsæ og viðurkenna að heilsu minni hefur hrakað mikið undanfarið, sérstaklega síðustu vikurnar.  Krafturinn er bara ekki sá sami.

Gott að komast í stólinn annað slagið

Síðustu sólarhringar hafa sýnt að það reynir mikið á mömmu og pabba og þegar ég er ekki að ná nætursvefninum og er að fá mettunarfall oft á sólarhring, þá verða allir fljótt þreyttir.  Dagarnir eru bara ekki alveg að ganga upp.  Við höfum því ákveðið að þrýsta enn frekar á læknana mína að ég fái að fara inn sjúkrahúsið strax á mánudaginn. 


Dagarnir geta verið sveiflukendir

Í morgun vaknaði ég snemma og var bara óvenju hress.  Eftir að pabbi hafði hreinsað öndunarveginn eftir nóttina lá ég bara sátt og horfði á mitt morgunsjónvarp.  Rétt fyrir hádegi kom Diddi og gerði með mér mitt vanalega sjúkranudd og náði hann enn frekar að losa óhreinindi úr öndunarveginum.

Í stólnum með grímuna

Sjúkraþjálfunin fór síðan fram og er gaman að segja frá því að ég gat verið án öndunarhjálpar að miklum hluta í morgun og það er langt síðan ég hef getað gert sjúkraþjálfunina án þess að vera með öndunarhjálp.  Stóð mig bara eins og hetja.

Gaman að leika við stóru systir

Eftir hádegi fengum við heimahjúkrun og gátu mamma og pabbi því farið örlítið úr húsi.  Stuttu eftir að þau komu heim byrjaði ég að sýna vott um öndunarerfiðleika og komin með vægan hita.  Aukin kraftur í öndunarhjálpinni breytti engu og féll mettun og púls hækkaði mikið.  Við tók rúmlega klukkutími þar sem þau reyndu að hreinsa öndunarveginn eins og þau gátu til að ég gæti náð og haldið góðri mettun.  Í framhaldinu kastaði ég upp en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður.  Sem betur fer fór ég fljótt að jafna mig og er núna bara hin þokkalegasta.  Komin með góða mettun og góðan púls.


Verst er að geta ekki verið meira án öndunarhjálpar

Við erum að reyna að gera dagana mína eins góða og hægt er.  Þó svo ég sé orðin nær algjörlega háð öndunarhjálp, þá getur gríman samt verið tekin af mér annað slagið.  Stundum aðeins í nokkrar mínútur en svo geta líka komið tímabil þar sem ég treysti mér að vera án grímunnar í lengri tíma.  Ef gríman er tekin af mér verður þó mamma eða pabbi að vera hjá mér til að setja grímuna á mig ef ég kalla eftir henni.

Ég er auðvitað meira og minna í rúminu mínu í stofunni en þó ver ég stundum í stól og ég verð að viðurkenna að mér finnst það rosalega gaman enda fæ ég aðra sýn á umhverfið mitt.  Þegar ég er í stólnum verð ég þó alltaf að vera með öndunarhjálp því að líkaminn er orðin svo linur að ég á erfitt með öndun annars.

Síðustu þrjá daga hefur kvikmyndafólkið verið hjá okkur og höfum við haft mjög gaman af.  Frá snemma að morgni fram á kvöld er búið að vera að mynda okkar daglega líf.  Þá voru tekin viðtöl við systkini mín og foreldra sem og lækna og sjúkraliða.

 


Ég er kvikmyndarstjarna

Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér í gær og í dag og verður svo næstu tvo daga.

Í gær fór ég í afmæli til ömmu Eddu og hafði rosalega gaman af því.  Allt gekk vel og ég stóð mig eins og hetja.

Svaka mikið að gerast

Birgitta frænka er í kvikmyndaháskóla í Prag og spurði hvort möguleiki væri á því að hún gerði heimildarmynd um mig og minn sjúkdóm sem lokaverkefni sitt.  Auðvitað er það sjálfsagt og því er ég búin að vera með upptökufólk hjá mér í gær og í dag og verður svo einnig næstu tvo daga.

Kvikmyndastjarna

Ég verð að viðurkenna að mér finnst allt þetta umstang í kringum mig bara vera dálítið skemmtilegt og nýt þess mikið.

 


Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig

Í morgun fengum við neyðarhnappinn og finnum við ákveðið öryggi að hafa hann hjá okkur.  Vonandi verður þó langt í að við þurfum að nota hann.

Undanfarið hefur verið mikið slím í öndunarveginum og slímtappar hafa verið að myndast í hálsinum.  Því hefur þurft að hafa enn meiri andvara á og bregðast fljótt og vel við ef ég sýni merki þess að finna fyrir ónotum.

Ætlunin var að ég færi á sjúkrahúsið í dag og mamma og pabbi ætluðu að skreppa saman í stutta hvíldarferð til útlanda.  Því miður þá voru aðstæður á sjúkrahúsinu þannig að ekki var hægt að taka við mér í dag og líklega ekki á morgun heldur.  Því hefur þessu verið slegið á frest og ætlum við að sjá næstu daga hvernig aðstæður verða og hvenær af þessu geti orðið.  Ég verð að segja að e.t.v. hef ég bara verið nokkuð sátt við að þetta færi svona því að ég er búin að vera glaðari í dag en oft áður Wink.

Ég veit að umönnun mín er ekki alltaf dans á rósum og getur tekið á.  Því vil ég minna á að við gætum ekki gert þetta nema með þeirri utanaðkomandi hjálp og þeim mikla styrk sem fólk er að gefa okkur á hverjum degi.  Fyrir það erum við mjög þakklát.  

Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum þeim listamönnum sem hafa gefið mér góðfúslegt leyfi að ég setji tónlist þeirra á heimasíðuna mína. 


Ég á þetta sjónvarp !

Ég er búin að vera að fá örlítil föll síðustu daga en blessunarlega hefur verið hægt að hreinsa öndunarveginn fljótt og vel.  Þess á milli hafa tímarnir bara verið nokkuð góðir og notalegir. 

Það kom tillaga frá heimahjúkruninni að við fengjum öryggishnapp til að hafa heima og verður hann vonandi settur upp í dag.  Við verðum að vera raunsæ og hnappurinn ætti að gefa okkur aukna öryggistilfinningu.

Þar sem ég er algjörlega rúmliggjandi þá er mín besta skemmtun að horfa á uppáhalds barnaefnið mitt í sjónvarpinu.  Það svo sem heyrist ekki mikið í mér að jafnaði en ef aðrir á heimilinu eiga til að setja sjónvarpið á t.d. útþynnta unglingaþætti eða fréttir þá læt ég í mér heyra og á til að kvarta hástöfum.  "Ég á þetta sjónvarp" og allir fjölskyldumeðlimir vita það núna enda hætti ég ekki að kvarta fyrr en búið er að setja á efni sem mér finnst skemmtilegt. 


Hvernig getur lífið mitt verið þokkalegt ef öndunin mín er erfið ?

Síðustu dagar hafa verið þokkalegir.  Því miður, bara þokkalegir.  Ég hef ekki verið að sýna neina framför eða betri líðan heldur átt frekar þunga daga og upp hafa komið atvik þar sem snögg háls- og nefhreinsun skipti sköpum.

Blessunarlega á ég þó stundir þar sem ég er sátt við hlutina og líður vel.  Ég hef náð að komast úr rúminu og í stólinn enda finnst mér ekkert vera skemmtilegra en að fá að vera með.  Fá að vera með og leika við þá sem eru hjá mér.

Í gær fór ég með mömmu og afa í bílnum hans afa upp á sjúkrahús, til að láta taka nýtt mót og laga handarspelkurnar því að ég er búin að stækka svo mikið og þær verða að vera réttar fyrir mig.  Við vorum örlítið lengur í burtu heldur en við bjuggumst við og í millitíðinni kom Daníel bróðir heim.  Engin mamma og litla systir heima en bíllinn fyrir framan húsið.  Honum brá auðvitað mikið og hafði mikla áhyggjur um að eitthvað alvarlegt hafði gerst.  Blessunarlega náði hann sambandi við mömmu og hún útskýrði fyrir honum hvað væri við værum að gerast.

Þetta segir e.t.v. mikið um þreytuna og spennuna sem allir eru með.  Ekki bara mamma og pabbi heldur systkini mín líka.  Eins og ég skrifaði í síðasta bloggi þá gerum við okkur grein fyrir þess og ég get ánægð sagt að læknateymið mitt skilur þetta að fullu.  Í næstu viku ætla ég að skeppa í nokkra daga á sjúkrahúsið.

Pabbi ákvað að koma mömmu á óvart og er búin að bjóða henni í nokkra daga spa til Marokkó í afslöppun.  Systkinum mínum fannst þetta frábært og skilja vel að mamma og pabbi vilja eyða smá tíma saman.


Við erum ekkert ofurfólk

Síðustu vikurnar heima eru búnar að vera góðar en á vissan hátt erfiðar.  Þær hafa reynt mikið á.  Ekki bara á mig heldur líka reynt mikið á foreldra og systkini.  Ef til vill er það vegna hátíðanna sem nú eru að baki því þá var minna um hina hefðbundnu heimilishjúkrun, en líklegra vegna þess að heilsu minni hefur verið að hraka og því hef ég þurft mun meiri umönnun en áður.

Stórfjölskyldan

Nú er svo komið að einhver er hjá mér allan sólarhringinn.  Þegar ég á við hjá mér, þá á ég við hjá mér í stofunni heima í Niederanven.  Þá eru annað hvort mamma eða pabbi i hjá mér yfir nóttina á meðan annað nær að sofa á efri hæðinni og reyna að ná góðum nætursvefni og hvíld.

Að jafnaði er umönnunin ekki erfið en svo eru hlutir sem flestum finnst sjálfsagðir en eru mér mjög erfiðir.  Í dag fór ég t.d. í bað og þurfti þrjá til að aðstoða mig svo það gengi stórslysalaust.  Pabbi að halda mér, mamma að þvo mér og Daníel bróðir að halda við grímuna svo ég fengi ekki súrefnisfall.

Ein flott með stóra bróður

Auðvitað finnst mömmu og pabba best að ég sé heima en það hafa komið upp spurningar hvort við eigum ekki að þyggja að ég fari á sjúkrahúsið annað slagið og verði þar í nokkra daga í senn á meðan mamma og pabbi og ekki síður Daníel og Edda nái að hlaða batteríin örlítið.  Einhverjum gæti þótt þetta hálf kalt mat hjá mömmu og pabba en við getum alveg viðurkennt að við erum ekkert ofurfólk.  Svo má ekki gleyma að systkini mín þurfa sitt svigrúm öðru hverju einnig.

Við ætlum að ræða þetta við læknateymið mitt næstu daga og sjá hvernig þessum verður best komið.


Gleðilegt nýtt ár

Hjá mér er staðan óbreytt, hangi mikið á BiPAPinu en er annars nokkuð hress.   Ég er búin að eiga mjög góða daga með fjölskyldunni yfir hátíðarnar og um áramótin komu amma og afi í LUX sem og Hemmi frændi með sýna fjölskyldu og borðuðu með okkur.  Seinna um kvöldið kom Jói frændi og fjölskylda og vorum við öll saman að fagna nýju ári.

Hemmi frændi gaf mér prívat nýárstónleika

Það fylgir mínum sjúkdómi að lungun eru ekki að stækka eins og þau ættu að gera og því er fer öndunin mikið niður í maga.  Þess vegna verður líkami grannur yfir brjóstkassann og maginn verður mjög þaninn.  Okkur finnst eins og þetta hafi verið að ágerast. 

Þreytt eftir baðið.

Eftir helgi eigum við stefnumót við læknateymið mitt og munum ræða opinskátt um stöðuna í heild sinni.

 


Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 454593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband