Leita í fréttum mbl.is

Nú vil ég fara að komast heim í "venjulegt" heimilislíf

Dagurinn er búin að vera nokkuð góður.  Mamma og pabbi komu með stólinn góða í morgun og er ég búin að sitja í honum nokkru sinnum í dag.

Mömmu og pabba finnst þau sjá mikinn mun á mér í stólnum því þá er ég meira að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig og virðist glaðari.  Ég sýndi meira að segja bros í dag, eitthvað sem ég er ekki búin að gera í marga daga.  Það er auðvitað ekki auðvelt að setja mig í stóllinn með rörin og snúrurnar hangandi við mig en það er sko þess virði.

Slímið er enn að hrella mig en þó minna en síðustu daga.  Smá fall í mettun hefur orðið en það hefur verið hægt að grípa inní það snögglega.

Daníel Örn og Edda Kristín koma til baka frá Íslandi næsta þriðjudag og getum við varla beðið eftir fá þau heim aftur.  Ég er búin að sakna þeirra hvern einasta dag sem þau hafa verið í burtu.  Edda Kristín hringdi í gær og sagði að það væri komin út ný Söngvaborgardiskur og ætlar hún að kaupa hann handa mér Heart.

Nú viljum við sjá að ég geti komist heim sem fyrst og eru allir að leggjast á eitt til að svo geti orðið.  Ljóst er að á síðustu tveimur vikum hefur heilsu minni hrakað mikið og aftur verður ákveðin breyting á daglegu heimilislífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar! hugsum til ykkar every day. kv. fra okkur a Islandinu. Mamma Sessa biður innilega að heilsa ykkur. Ingi Guðný og Baddi Bú.

Ingi Guðný og Baddi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:06

2 identicon

Sæl fallegust.

Til hamingju með brosið!!!

Það er langt síðan að ég hef kíkt á bloggið þitt. hef verið í fríi frá tölvunni allt sumarfríið. Ég sé að það hefur mikið gerst síðan síðast og þú heldur þinni hetjulegu baráttu áfram.

Ég vona að þú komist heim sem fyrst í venjulegt heimilislíf í faðmi fjölskyldunnar. Hafðu það gott.
Baráttukveðjur til ykkar allra.

Gurra.

Gurra (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 454622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband