Leita í fréttum mbl.is

Líðan mín er nokkuð stöðug

Fyrir nokkrum dögum var ég flutt aftur yfir á einstaklingsherbergi á gjörgæsludeildinni.  Nú er ég komin aftur á herbergið næst vaktinni og segir e.t.v. hvernig dagarnir hafa verið.  Síðustu daga hef ég verið á súrefnisaðstoð í gegnum aðra nösina, yfir nóttina en verið án hennar yfir daginn.  Það hefur gefist nokkuð vel en þó hef ég orðið mjög þreytt seinnipart en öndunin hefur orðið þung.

Pabbi fékk meira að segja bros í dag !! 

Í morgun var ég nokkuð góð en þegar líða fór á morguninn fór mér að líða verr.  Ég kvartaði nokkuð og hreinsaði pabbi slímið úr nefinu og hálsinum.  Allt virtist í góðu lagi en nokkru síðar fékk ég slæmt öndunarfall.  Enn og aftur þurfti skjót viðbrögð og sem betur fer náði ég mér nokkuð fljótt aftur.  Í framhaldinu varð ég þó að fá öndunarrör til að létta á önduninni.

Var að horfa á handboltann með fjölskyldunni og langaði að halda á fánanum mínum

Þetta atvik tók mikið á, enda voru systkini mín líka hjá mér þegar þetta gerðist.  Eftir þetta ræddu þau enn og aftur saman við mömmu og pabba um hve alvarlegur þessi sjúkdómur er og hvað hann getur gert.  Voru það erfiðar og tilfinningaríkar stundir.

Daníel Örn að sýna mér bangsa

Líðan mín er nokkuð stöðug.  Það er samt ekki hægt að segja að hún sé góð.  Ég er að fá þessi slæmu öndunarföll sem virðist vera að ágerast örlítið og er það er mikið áhyggjuefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fylgist alltaf með hér á síðunni og mikið hef ég hugsað til ykkar síðustu vikur!  Þetta er andstyggilegur sjúkdómur og erfitt að horfa upp á þessi litlu kríli í öllum þessum græjum.  En mikið eruð þið dugleg að halda samt áfram að blogga og setja inn myndir af litlu prinsessunni sem er svo falleg að hún hlytur að vefja öllu staffinu um fingur sér!!  Gangi ykkur vel.

Baráttukveðjur frá Stulla fjölskyldu.

Gróa (Stullamamma) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 00:27

2 identicon

Ást, kossar og stórt faðmlag á ykkur öll.

GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 06:04

3 identicon

Sæl kæra fjölskylda.  Ég kíki alltaf hér inn til að fylgjast með baráttunni.  Gott að stóru systkinin eru komin heim til að halda aðeins í höndina á mömmu og pabba.  Gott að sjá brosið aftur hjá þeirri litlu!

kveðja, Ingibjörg Sif

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 12:26

4 identicon

Kossar og Knús til ykkar elsku fjöskylda:* ég er alltaf að hugsa til ykkar... Baráttu kveðja til ykkar... Kveðja frá rigningunni á Sauðárkrók

Sigga Kristín x-pera (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:18

5 identicon

Endilega að kynna ykkur betur NIV protocolið.  Það er það sem hjálpar þessum krílum mest og best og eina leiðin til að koma í veg fyrir slímsöfnun í öndunarveginum.

 Kv. HAL

Hallgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:53

6 identicon

Hæ elsku fjölskylda. Ég er ný búin að frétta af blogginu ykkar og fylgist með ykkur. Að horfa á litla sólargeislann sinn berjast fyrir lífi sínu hlítur að vera það erfiðasta sem nokkur foreldri getur lent í. Þið eruð alveg svakalega dugleg og ég sendi ykkur mínar bestu baráttu kveðjur og takk fyrir að blogga og leifa okkur að fylgjast með.  Guð geymi ykkur

kossar og knús frá Keflavíkinni

Bryndís Líndal

Bryndís Líndal (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:45

7 identicon

Ohhhh hvað er gaman að sjá bros hjá litlu prinsessuni - hún er svo mikil baráttudama.  Takk fyrir að halda áfram að blogga - þá fær maður óbeint að taka þátt í þessu með ykkur.  Hugsa hlýtt til ykkar, hugrakka fjölskylda.

STÓRT knús til ykkar allra frá okkur.

Ása og co. í Kef.

Ása og Tryggvi Þór (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:19

8 identicon

Sendu barrattukvedjur fylgjumst med ykkur daglega

knus kuns  Eirika og Bussi

Eirika og Bussi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 454622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband