Leita í fréttum mbl.is

Ég er búin að fá nýtt sjúkrarúm

Nokkuð óvænt, þá fengum við að vita með stuttum fyrirvara að búið væri að finna rúm fyrir mig og kom það til okkar fyrir helgi.  Ég er ótrúlega ánægð með gripinn og nýt þess að liggja í rúminu.  Þar sem við erum á fleirri en einni hæð, þá ákvaðu mamma og pabbi að setja rúmið á besta stað í stofunni og þar get ég notið þess að vera með fjölskyldunni enda erum við þar mestan hluta dags.  Á kvöldin er síðan hluti af græjunum fluttar með mér yfir í svefnherbergið. 

Nýja rúmið komið á besta stað í stofunni 

Dagarnir eru að mestu komnir í góðan farveg.  Á morgnana kemur Anna litla og gerir með mér æfingarnar mínar og rétt á eftir kemur Diddi sjúkranuddari og gerir mitt daglega lungnanudd.  Hjúkrunarfirðingurinn kemur síðan um hádegi og er hjá mér í nokkra klukkutíma.

Komin í nuddgæjuna og alsæl

Í síðustu viku var ég komin með hita og var ákveðið að ég færi aftur á skammt af fúkkalyfjum.  Nú er ég öll miklu betri og laus við hitann, alla vega í bili.  Slímmyndun hefur minnkað þó nokkuð.  Því miður hef ég ekki náð að nota hóstavélina en í staðin er ég komin með tæki sem víprar lofti kröftuglega í mig og hefur það hjálpað mér að losa slímið ótrúlega vel.  Ég hreinlega elska að fara í tækið.

Í gær náði ég að fara aðeins út á pallinn minn

Næsta skref er að gefa mér tækifæri á að komast annað slegið út úr húsi.  Gamla kerran er orðin alltof lítil og eru mamma og pabbi að skoða hvaða kerra getur hentað mér vel.  Ég get auðvitað ekki verið í hvernig kerru sem er því að hún þarf að vera með nokkuð harða dýnu og að það sé möguleiki að hækka undir höfðinu.  Þá verður auðvitað að vera hægt að koma hluta af græjupakkanum fyrir.  Verður skoðað næstu daga hvaða möguleika við höfum en því miður þá hefur sjúkrasamlagið sagt okkur að þeir munu ekki aðstoða við kaup eða leigu á kerru.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló litla skotta. Flott nýja rúmið þitt. Ég er komin með tölvuna mína úr viðgerð númer tvö en Skype-ið virkar ekki enn.   Hún fer í viðgerð númer þrjú á morgun og þá verður vonandi hægt að kippa þessu í lag!

Ást og kossar til ykkar allra.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:51

2 identicon

Flott rúm og sæt mynd af þér með blómin   Mikið ertu heppin að eiga svona góða fjölskyldu - toppurinn að fá að kúra í stofunni!

kveðja til allra

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:17

3 identicon

Halló fallegust. Mikið dæmalaust er rúmið þitt flott og heppin ertu að fá að vera í stofunni. Svo frétti ég að hertogafrúin sjálf hefði haft samband!?! Það er nú heiður sem fáum hlotnast.

Hugurinn er hjá ykkur öllum.
Kveðja,
Gurra. 

Gurra (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 454622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband