Leita í fréttum mbl.is

Kannski er ég draumhuga, en draumar eru spor....

í dag fór ég í læknisskoðun hjá teyminu mínu.  Ég var skoðuð hátt og lágt og almennt var útkoman góð.  Handarspelkurnar voru skoðaðar sérstaklega og virðist sem þær eru að gera mér mjög gott.

Dr. Pauly að sýna pabba hvernig best er að nudda og rétta úr táusunum mínum.

Tærnar eru byrjaðar að kreppast örlítið en ekki er ráðlagt að setja spelkur á fæturna.  Var mömmu og pabba sýnt hvernig best væri að teyja á fótunum og vonandi verður það til þess að fæturnir verði mýkri

Mamma að gera mig klára í bílinn á leið í læknisskoðun.  Ekki hægt að taka sjénsa og því er ég á BiPAPinu í bílnum

Síðustu dagar hafa verið upp og ofan.  Betri þegar tekið er tillit til BiPAPsins en verður að hafa í huga að tækið er fyrst og fremst súrefnisaðstoð.  Þegar verið er að hreina öndunarveginn þá yfirleit fell ég örlítið en undanfarið þá á ég til að falla mjög mikið.   Síðastliðna daga hefur fallið orðið dýpra og um leið tekið lengri tíma að ná eðlilegri mettun aftur.

...í dansi þeirra er lifi í von um dirfsku ást og þol.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta skott, gott að allt kom vel út úr skoðuninni, bið að heilsa fjölskyldunni!

Kveðja Rannveig Gummadóttir

Rannveig (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:22

2 identicon

Sæl litla ljós.

Mikið óskaplega ert þú dugleg. Ég hef verið að skoða myndirnar þínar og dást af þér. Þú brosir svo fallega og hefur greinilega svip af bæði pabba þínum og mömmu.

Skilaðu kveðju til pabba þíns frá mér, hann var einu sinni eitt af ljósunum í bekknum mínum. Óska þér alls hins besta litla skott!

Kveðja

Hildur

Hildur Ellertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:45

3 identicon

Bara að athuga hvort mamma og pabbi eru ekki byrjuð að baka fyrir afmælið okkar!!! Þú og mamma eruð bara sætastar og mér finnst pabbi líka geggjaður með gleraugu! Hann er svo virðulegur með þau að ég fer að óttast að ég þurfi að fara að taka mark á honum :)

Ást, kossar og stórasta faðmlag í heimi.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 454623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband