Leita í fréttum mbl.is

Í góðri ummönnun á Kanner Klinik

Ég er búin að vera tvær nætur á bráðadeildinni á Kanner Klinik en það er barnasjúkrahúsið í Luxembourg.   Þar er ég í góðri umönnun og er bara nokkuð sátt.

Kannerklinik

Ég á til að setja upp skeifu þegar hjúkrunarfræðingarnir koma inn því að ég veit að oft þarf þá að gera eitthvað við mig sem mér finnst ekki þægilegt, eins og að hreinsa öndunarveginn eða að stinga mig vegna blóðprufu.  Allir eru þá búnir að átta sig á að það er hægt að ná fram brosi hjá mér með að setja uppáhalds sjónvarpsefnið mitt í spilarann.  Þá er ég sko ánægð.

Komin á herbergi 670 á Kanner Klinik

Stuttu eftir að ég fór á Kanner Klinik hætti spilarinn minn að virka og sama hvað pabbi reyndi að gera.  Hann vildi bara ekki virka.  Því var ekkert annað í stöðunni en að fara í næstu búð og kaupa nýjan ferðaspilara handa mér því ekki get ég verið án þess að horfa á Söngvaborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, gott að heyra að þér líði vel.  Verra með spilarann, pabbi verður fljótur að redda því í Cactus.  Hlakka til að sjá ykkur öll, seinna í febrúar.

Dóri Guðfinns (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:05

2 identicon

Hæ,Hæ,

Við mamma fórum að heimsækja Elvu mína í dag. Fyrst vildi nú enginn hleypa mér inn, mér var sagt að ég væri of lítill. Svo þegar mamma sagði að við værum par, svona alvöru par, þá fékk ég að fara inn.

Við áttum þar góða stund saman , horfðum á æsispennandi þátt um Teletubbies. Elva var bara mjög hress og kát og langlanglang sætust

Teletubbieskveðjur,

Björn Hinrik

Björn Hinrik (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:22

3 identicon

Gott að heyra að heyra að þú hafir fengið að komast aðeins á sjúkrahúsið og mamma og pabbi hafi getað skroppið aðeins í burtu.

Ást og kossar

Guðný Anna (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:30

4 identicon

Frábært að heyra að þú hafir komist á spítalann í nokkra daga. Vonandi ná mamma þín og pabbi að njóta daganna í London, þau hafa svo gott af því. Yndislegt að heyra líka um sytkini þín, þú ert sko heppnust í heimi að eiga þau, það er greinilegt.

Kær kveðja, Soffía.

Soffía (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:54

5 identicon

Björn Ingi og Teletubies, Söngvaborg..... það er bara stanslaust fjör hjá þér skvís! Það er eins gott að spilarinn virki  Það verður samt örugglega gaman að koma heim aftur eftir tilbreytinguna - þegar allir verða orðnir úthvíldir og ferskir

Stína (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband