Leita í fréttum mbl.is

Stutt í að ég komi aftur heim

Ég á að fara heim úr hvíldarinnlögn á morgun.  Ég er búin að eiga nokkuð góðan tíma á Kanner Klinik en verð að viðurkenna að mér finnst nú betra að vera heima.  Mamma og Pabbi komu með kerruna mína á sjúkrahúsið um daginn og ég gat því aðeins farið úr rúmi og farið um sjúkrahúsið með hjúkrunarfólkinu.  Alla vega smá tilbreyting.

Líðan mín er búin að vera þokkaleg en er þó búin að vera að fá þessa reglulegu daga sem ég er að fá háan hita og slímmyndun er hættulega mikil.  Um daginn fékk ég sýklalyf í æð og síðan þá hef ég verið miklu betri.

Systkini mín eru komin aftur heim frá Madrid en því miður náðu mamma og pabbi ekki nógu mikið að vera saman á meðan ég hef verið í hvíldarinnlögninni því að pabbi er búin að vera meira og minna í burtu vegna vinnunar, bæði í Prag og Kano.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi gengur allt vel hjá þér Elva litla... og ykkur öllum í fjölskyldunni!!

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:23

2 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Við fylgjumst alltaf með ykkur héðan frá Íslandi og dáumst að styrk ykkar og dugnaði. Þó það sé nú gott að komast í frí annars lagið er alltaf best að vera heima :)

Gangi ykkur vel

Kær kveðja Heiða og Magnús

Heiða (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:06

3 identicon

Sæl yndislegust...Gaman að heyra að þú sért á leiðinni heim...lífið er ekki alltaf eins og við viljum hafa það....en við erum með Ormagenin og tökum bara einn dag fyrir í einu....Guð og allir englarnir varðveiti þig...bestu kveðjur til ykkar allra frá Erlu og Gunna

Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:05

4 identicon

Hallo frabara fjolsk. Eg fylgist med ykkur, gott ad vita ad litla hetjan er ad fara heim.Eg er a Islandi og sendi ykkur knus og kossa, Systa

Thordis Bragadottir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:48

5 identicon

Sæl, rosalega gaman að sjá sumarmyndirnar af þér og hvað þú ert flott með pensilinn!

Kveðja frá Stulla fjölskyldu.

Gróa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 454629

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband