Leita í fréttum mbl.is

Heima er auðvitað alltaf best

Núna er rúm vika síðan að Mamma, Daniel og Edda komu frá Íslandi og þau komu auðvitað strax upp á sjúkrahús að ná í mig. Þau höfðu rosa gott af því að fara í smá frí og hitta ættingja og vini. Fara í sumarbústaðinn og á Stokkseyri.

Það getur stundum verið gaman að láta halda á mér þó að það geti verið erfitt

Stuttu eftir að eg kom heim var nýja baðkarið mitt komið og það er sko allt annað að vera böðuð núna. Loksins get eg hreyft mig aðeins og mér liður rosa vel. Svo fórum við síðasta föstudag á rúntinn í NOVA bus, (sem er keyrsluþjónusta fyrir fatlaða) Þar er kerrunni bara keyrt upp í bússinn og fest í sérstök belti. Við fórum til Kohnen sem er stoðtækjafyrirtæki að máta nýju kerruna mína, hún ætti að vera tilbúin eftir helgi veiiii. Þá verð eg með hillu á kerrunni fyrir allt fína dótið mitt.  Vonandi verður þá auðveldara að fara með mig um.

Mamma keypti nokkra Latabæjar diska fyrir mig á Íslandi og mér finnst þeir ofboðslega skemmtilegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ músin mín, mikiðer gaman að skoða myndirnar þínar! Þú ert orðin svo stór, komin með þessa myndarlegu tíkarspena og augljóslega upprennandi listamaður eins og móðirin ;D Auðvitað hefði verið skemmtilegra ef þið pabbi hefðuð getað komið hingað með hinum, en það er víst ekki í boði... :( En það hlýtur að vefra gott að fá alla heim aftur og koma hlutunum í réttar skorður,- ekki skemmir fyrir að fá nýtt efni í áhorf... :D

allar mínar bestu...

Stína (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:33

2 identicon

Gaman að heyra að nýju græjunum þínum og ég tala nú ekki um að þú hafir fengið að fara í bus!

Ást og kossar á línuna.

GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:13

3 identicon

dásamlegt! latibær klikkar seint, en hann er sívinsæll hér á bæ!

Rannveig (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 454621

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband