Leita í fréttum mbl.is

Sól, sól skín á mig.

Eftir að veðrið hafði ekki verið gott fór heldur að birta til og síðustu daga er búið að vera um 20 stiga hiti.  Ég hef því getað notið hvers dags við að fara í stutta göngutúra eða bara að sitja úti á palli í góða veðrinu.

Komin á pallinn í góða veðrinu

Nýju græjurnar eru algjör bylting fyrir mig því að nú er loksins hægt að taka allar græjurnar með hvert sem ég fer eða þá svo lítið sem komast úr rúmi og t.d. að sitja með fjölskyldunni við kvöldmatarborðið.  Þá er nýja baðið ekki síður mikil breyting fyrir mig.  Auðvitað hefði ég þurft að vera búin að fá þessa hluti fyrir löngu en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.

Frábært að komast í smá göngutúr

Á morgun ætla ég að skreppa á Kanner Klinik í hvíldarinnlögn í nokkra daga.  Restin af fjölskyldunni ætlar að eyða nokkrum dögum saman og svo verður Daníel bróðir sextán ára á föstudaginn og ætlar hann að halda grillboð fyrir vini sýna í tilefni dagsins.

Pabbi að baða mig í nýja baðinu mínu

Líklega þarf mamma að fara aftur að vinna á næstunni en ætlum við að reyna að skoða möguleika á hvort það gætu orðið tveir dagar í viku eða svo en það fer auðvitað eftir því hvort ég geti fengið heimahjúkrun á sama tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MYR

Gaman að sjá þessar græjur í notkun :D duglega fólk , eruði ´búin að fá pakkan vona að þetta komi að einhverjum notum Kveðja frá Austría

MYR, 23.9.2009 kl. 08:34

2 identicon

Mikið ertu orðin stór, kona. Gaman að heyra hvað græjurnar gera mikið fyrir ykkur öll.

Kær kveðja, Soffía (gamla aupair-gella)

Soffía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:54

3 identicon

Flottar nýju græjurnar og löngu kominn tími á þær!

Góða skemmtun í grillveislunni og til hamingju með drenginn!

Kveðja Rannveig.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:00

4 identicon

Flott nýja kerran og baðið, nú er bara að vona að mamma geti verið í fríi 2 daga í viku...

Daníel að verða 16 ára.... ja hérna hvað timinn liður hratt, knúsið hvort annað frá mér.

kv

Hronnsla

Hrönnsla (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:18

5 identicon

Hæ Sætamús,- er Danni 16, í dag?? En hann var á aldur við þig, bara í gær....  Þú ert nú lika að verða ótrúlega stór og flott pía með allar þessar græjur!! Og færð svo reglulega að fara í frí á Klinikið og hitta vini þína þar ;) Góða skemmtun músmús !

Stína (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 454615

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband