Leita í fréttum mbl.is

Mjög hægur bati

Í gær var ég tekin úr vélinni.  Er núna með grímuna í þrjá tíma í senn og án hennar í aðra þrjá tíma.  Mettun hafði verið nokkuð góð en nú er vandamálið að slímmyndun er alltof mikil, sérstaklega þegar ég er með grímuna.

Í morgun var þetta með allra versta móti og fór mettun niður fyrir öll hættumörk um tíma og skjót viðbrögð skiptu sköpum.  Allar tölur eru komnar upp aftur.  Fékk ég góðan skammt af lyfjum til að ná að slappa vel af og sef nú vært.

Ég á að fara í röntgentöku aftur á eftir og í dag munu sérfræðingarnir reyna að finna út hvers vegna þessi mikla aukning er á slímmyndun og reyna að bregðast við því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki gaman að lesa að það gangi ekki nógu vel hjá þér litla skotta.  Því miður þá könnumst við alltof vel við þetta ástand. 

Við sendum ykkur hlýja strauma og hikið ekki við að hringja ef það er eitthvað sem þið viljið spurja um. 

Kærar kveðjur frá Kvistavöllunum,

Aldís og Ragnar Emil SMA hetja.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:02

2 identicon

Æ, ekkisens leiðindar uppákoma hjá ykkur ! Verst að geta ekki verði nær og knúsað ykkur :( En þú ert svo sterk, vonandi rífur þú þetta af þér fljótt og örugglega...

kv Stína

Stína (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:00

3 identicon

æji það er ekki gaman að lesa þetta... :( vona að allt eigi eftir að ganga vel , því að ég veit að þú/þið eruð sterk.. ég hugsa alltaf til ykkar:*:*

KV. Sigga Kristín

Sigga Kristín X-pera (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:34

4 identicon

Sæl elsku litla frænka mín.  Ósköp er mikið lagt á lítið barn.  Ég talaði lengi við pabba þinn í gær, þá var hann staddur í London.  Hann ætlaði að drífa sig heim til þín og mömmu þinnar.  Það er gott að fá pabba heim, ekki veitir ykkur af góðum styrk heima við.  Daníel og Edda eru búin að hafa það gott á Íslandi, það verður nú gott þegar að allir verða komnir heim.  Við hjónin sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur og vonum að góður Guð veiti ykkur styrk í gegn um þessi veikindi.  Guð geymi ykkur öll, kveðja Gumma og Gummi.

Gumma og Gummi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 454622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband