Leita í fréttum mbl.is

Syngjandi á sunnudagsmorgni

Enn hef ég verið að fá örlítinn hita og það er svo svo skrítið að hitinn ríkur upp í stuttan tíma og svo er ég hitalaus þess á milli.  Þetta hefur leitt til þess að svefninn minn hefur ekki verið góður og hálf slitróttur.  Slímið í öndunarveginum hefur verið mikið og þykkt og svo virðist sem ég sé með einhverja kvefpest og hafa mamma og pabbi verið að fylgjast vel með mér öllum stundum og náð að hreinsa öndunarveginn áður en illa hefði farið.

í gær sofnaði ég fyrir sex í eftirmiðdaginn og náði að hvíla mig mjög vel.  Súrefnismettun varð mjög góð og púlsinn einnig og náði ég að sofa fast og vel í meira en tólf klukkutíma.  Eitthvað sem ég hef ekki gert lengi.   Þennan morguninn er ég mun betri en síðustu daga.  Vaknaði hress og kát og byrjaði að syngja með Söngvaborginni minni fyrir sjö í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Elva Björg,

Þegar maður fær góðar fréttir af þér, þá gleymir maður öllu rugglinu sem ar í gangi. Ég get bara hlegið af KB-bréfunum mínum og þakkað fyrir að fá að þekkja þig og þína fjölskyldu.

Olla Dis (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:15

2 identicon

Enn yndislegt Elva mín, vonandi verða fleiri svona dagar   Það gerir allt svo mikið léttara fyrir þig og þitt fólk :)

knús og kossar

Stína (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:14

3 identicon

Bara æðislegt að heyra þetta :D er alltaf að hugsa til ykkar, mér finnst alveg æðislegt að geta fylgst með þér og ykkur.. bið að heilsa öllum alveg rosalega vel... Kossar og Knús til ykkar:*:* Kveðja frá Siggu X-peru;) 

Sigga Kristín X-pera (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:09

4 identicon

Sael min kaera.

Kaer kvedja til thin og fjolskyldunnar.  Saerun Anna bidur rosalega vel ad heisla Eddu og Daniel.

Kaer kvedja fra Kina,
Trausti M.

Trausti Magnusson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 454606

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband