Leita í fréttum mbl.is

Ég er hálf döpur í dag

Í dag sem og síðustu daga er ég búin að vera hálf döpur.  Ég veit ekki alveg hvað það er sem er að pirra mig en það er eitthvað.  Mér líður bara ekkert sérstaklega vel í augnablikinu. 

Daníel bróðir og ég úti í garði

Súrefnismettunin hefur verið þokkaleg síðustu daga en svo er ég að fá snögg föll í augnablik og svo upp aftur.  Þessi föll í mettun eru meiri en hafa verið áður og ekki gott að segja hvað veldur.  Mamma og pabbi hafa verið dugleg að hreinsa öndunarveginn og vonandi næ ég að ná mér af þessu fljótt.

Í fanginu á Eddu systir

Síðustu vikurnar hef ég ekki viljað að haldið sé á mér.  Alla vega ekki lengi í einu.  Svo virðist sem líkaminn minn hafi ekki nógu mikinn styrk lengur til að haldið sé á mér án þess að ég eigi erfitt með öndun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku litla vinkona. Ég vona að þér fari að líða betur. Fallegar haustmyndirnar af ykkur í Lúxuslandinu.

Ást og kossar til ykkar allra

Guðný Anna (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:57

2 identicon

leiðinlegt að heyra að þú ert ekki uppá þitt besta. Fylgist með ykkur þó ég þekki ykkur ekkert. Vonadi fer þér að líða betur. Hef þig í bænum mínum. kær kveðja Ágústa

Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:19

3 identicon

Hæ litla snúlla!  Kíki á hverjum degi á síðuna þína sæta prinsessa, vona að þér fari að líða betur, æi þessi leiðinda mettunarföll eru bara hundleiðinleg, skiljum þig mjög vel að vera leiða yfir þessu.  En við sendum þér hlýjar hugsanir og góða strauma. 

Knús og kossar frá Hafnarfirði,

Aldís og co.

P.S. Við höfum ekki getað haldið á Ragnari Emil í nokkra mánuði vegna öndunarörðugleika, oft fellur hann svakalega bara þegar verið er að færa hann á milli rúms og stóls.  Það er ömurlegt að geta ekki haldið á barninu sínu í fanginu og knúsað það, en maður finnur bara aðrar leiðir til þess. 

Aldís (mamma Ragnars Emils) (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:00

4 identicon

Sael min kaera.
Vonandi er ther farid ad lida betur litli engill.
Kaer kvedja til ykkar allra fra Shanghai,
Trausti M. 

Trausti M (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 03:44

5 identicon

Sæl sæta.  En leiðinlegt að heyra að það er ekki gott að láta knúsa sig - en það verður þá að koma eftir öðrum leiðum - það þurfa allir gott knús reglulega  Fallegar myndir úr haustinu - maður finnur nánast lyktina.  kveðja til allra.

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:35

6 identicon

hun er algjor snulla vid fylgjumst med ykkur en erum ekkert duglega ad fara i gestabokina

bid ad heilsa

Eirika og Bussi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:30

7 identicon

Halló fallega. Leiðinlegt að heyra að þér líður ekki vel. Kíki reglulega á síðuna þó ég kvitti ekki í hvert skipti. Kær kveðja, Soffía.

Soffía (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:38

8 identicon

hæ elsku frænka

leiðinlegt að heyra að þér líður ekki vel núna. Ég er viss um að þú rífir þig uppúr þessu. 

Bið að heilsa öllum í Lúx og gefðu þeim nú stórt knús frá mér..

Kv. Kristín Ósk frænka

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:06

9 identicon

Hei sæta, en slæmt að heyra að þú sért svona leið, en ég veit að þú átt góða að sem reyna að gera allt fyrir þig, ekki síst pabbiog mamma, Daníel og Edda- og auðvitað allir hinir :D

Risaknús frá snjóuga Íslandi

Stína (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 454606

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband