Leita í fréttum mbl.is

Allt óbreytt hjá mér......

Ég verð því miður að játa að mér hefur ekki farið neitt fram síðustu daga og enn er ég frekar döpur.

Ennþá er ég að fá örlítinn hita t.d. að morgni en er síðan orðin hitalaus seinnipartinn.  Við erum alls ekki að átta okkur á hvers vegna því ekki hefur fundist nein sýking í blóði og öndunarvegurinn er búin að vera nokkuð hreinn.

Þó svo súrefnismettun sé búin að vera góð þá er ekki hægt að segja það sama um púlsinn því hann hefur átt til að rjúka upp.  Mamma og pabbi halda að það sé fyrst og fremst vegna þess að ég sé farin að erfiða og hafa þá strax hreinsað öndunarveginn vel enda hefur púlsinn þá yfirleitt fallið aftur niður í góða tölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nótt hjá þér og ég vona að þú sofir vel og líði vel þegar þú vaknar á morgun og getir farið útí fallega haustveðrið sem ég vona að sé enn hjá ykkur. Við hér drekkum enn morgunkaffið í 30 stiga hita en stundum langar mig ogurlega að fara út að labba og vera í úlpu með trefil en ekki stuttbuxum og bol. Ég myndi gefa ansi mikið fyrir göngutúr með ykkur í haustlitunum í Luxuslandinu.

Ást, kossar og stæðsta faðmlag í heimi.

GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 02:52

2 identicon

Halló litla prinsessa

Við mamma skoðum síðuna þína á hverjum degi.  Mikið er leiðinlegt að þér líði ekki nógu vel núna og að þú ert döpur.  En vona að þér líði betur á morgun og verðir sterk.  Mér finnst þú hafa svo fallegt bros og hlakka alltaf til að skoða síðauna þína og myndirnar af þér.  Ég er vinur Geira frænda þíns.  Við vonum að þú farir að hressast og hættir að vera döpur.  Hér á Íslandi er snjór.  Kær kveðja Magnþór Breki

Magnþór Breki (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 454606

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband