Leita í fréttum mbl.is

Mjög slæm mettunarföll

Síðan ég kom heim úr hvíldarinnlögninni hafa flestir dagar bara verið nokkuð þokkalegir.  Ég er þó búin að vera að fá hita annað slagið því að svo virðist sem ég er með einhverja bakteríu og þarf því að fara á fúkkalyf enn og aftur.

Fallegt bros

Þessi pest getur verið mér erfið því að slímmyndun verður enn meiri og nóg er nú samt.  Því hefur þurft að hreinsa öndunarveginn mjög vel og oft því annars er ég ekki að halda mettun, ekki einu sinni með öndunarhjálp.

Í morgun átti ég til að mynda mjög slæm öndunarföll.  Tvisvar varð snökt fall á mettun langt niður fyrir hættumörk og í annað skiptið svo slæmt að hörund varð bláleitt.  Stutt var í að ég þyrfti súrefnisgjöf og að ýtt yrði á neyðarhnappinn, en pabbi náði þó að hreinsa öndunarveginn og náði ég mér nokkuð fljótt í kjölfarið.

Kúra með bangsa

Ég er líka búin að eiga góða tíma og líka sýnt mitt besta, notið þess að fá heimsóknir eða horfa á mitt uppáhalds sjónvarpsefni.  Á laugardagskvöldið fóru mamma og pabbi á þorrablót.  Það er auðvitað ekki hlaupið að því að fá pössun fyrir mig ef þau vilja fara út en hver önnur en sjálf barnalæknirinn minn, hún Sigurlaug bauðst til að vera hjá mér á meðan þau færu á ballið.  Ekki amalegt að fá sjálfan læknirinn til að annast mig á meðan mamma og pabbi fara út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú náir úr þér þessari pest!  Sem betur fer styttist í vorið og að flensutímabilinu fari að ljúka.

Kveðja, Gróa

Gróa (Stulla-mamma) (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:40

2 identicon

Hæ Luxemborgarar! Það er ekki dónalegt að komast í þorramat. Ég er nú í mekka þorramatarins en hef ekki fengið einn bita af þorramat! Ég hefði kanski átt að smella mér til LUX í þorramat. Þá hefði maður líka fengið að sjá litlu prinsessuna ykkar! Stattu þig litla ljós! Sá mynd af Sigga presti hann skírði Davíð Frey hennar Berglindar minnar heima hjá henni í Hamravík. Bið kærlega að heilsa honum. Kær kveðja frá okkur, Pétur og fjölsk.

Pétur B Snæland (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:11

3 identicon

Gangi þér vel að ná úr þér pestinni og svo í framhaldinu.  Bið að heilsa pabba.

Magnús (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 454621

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband