Leita í fréttum mbl.is

Er bara í góðum gír

Best að skrifa aðeins, það er sva langt síðan að eg hef látið heyra í mér.  Eg er búin að vera nokkuð góð undanfarið reyndar alltaf með smá hita og hægðatregðu það virðist vera eðlilegt fyrir mig. Mamma gefur mér MOVICOL til að lina hægðirnar svo það er ekki svo erfitt fyrir mig.  Veðrið er búið að vera gott undanfarið og eg hef getað farið út í stutta göngutúra með mömmu, við ætlum reyndar að hitta Dr. Pauly næsta mánudag hjá stoðtækjafyrirtækinu Kohnen og skoða saman aftur kerrumálin, hvor það sé hæt að "tjúna"kerruna mína eða eg þurfi nýja. Öll þessi tæki sem eg þarf að burðast með eru svo fyrirferðamikil.

Annars er eg farin að sakna hans pabba svolítið , hann er búin að vera meira og minna í Nigeríu frá því byrjun apríl, hann kom reyndar heim fyrir syninguna hennar mömmu enn fór svo strax aftur annsanns.

Það er ekkert auðvelt að baða mig svo mamma bað Biddý frænku að koma að hjálpa okkur og þá kom Jói frændi bara líka og það var svaka stuð hjá okkur að busla í balanum inn á stofugolfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öllsömul!

Gott að heyra hvað gengur vel hjá ykkur,sendum góðar kveðjur frá Grindavík.Kv.Halla frænka og fjölskylda.

Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:21

2 identicon

Gott að heyra að allt egngur vel, knús og kossar til ykkar allra ;)

Stína

Stína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:53

3 identicon

Það er svo gott að fá hjálp annað slagið, vonandi fara kerrumálin að koma í ljós því það er ekkert betra en að fara í göngutúr í góðu veðri

Bið að heilsa öllum.

Kveðja Rannveig.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:47

4 identicon

Gott að sjá að allt er í góðum gír.  Einhver hefur stækkað svolítið mikið á þessu ári síðan við komum í heimsókn gömlu au-pair stelpurnar! 

kveðja, Ingibjörg Sif

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:57

5 identicon

Knús á ykkur öll.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 454623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband