Leita í fréttum mbl.is

Slæmt öndunarfall en er búin að ná mér vel

Í gærkvöldi fékk ég slæmt öndunarfall.  Ég var með heimahjúkrun og pabbi var á efri hæðinni að vinna.  Hann heyrði að það var ekki allt með feldu og stökk niður og við tóku meiri en 15 mínútur þar sem hann reyndi að ná upp öndun hjá mér aftur.  Mettunin fór að vísu nokkrum sinnum upp en féll svo aftur og aftur mikið niður.

Eftir um 5 mínútur kölluðum við eftir lækni og sjúkrabíl og á meðan hélt baráttan áfram.  Smá saman fór blái liturinn í andlitinu mínu að hverfa og öndunin fór að verða eðlileg aftur og var ég orðin nokkuð góð þegar læknir og sjúkrabíll komu.  Læknirinn taldi samt ráðlagt að fara með mig niður á Kannerklinik til að gera á mér frekari skoðun.

Í gærkvöldi var ég bara orðin hin hressasta og held frekar að pabbi hafi þurft að fá góða hvíld eftir þetta Wink.  Ég átti að fara í hvíldarinnlögn á morgun og ætluðu mamma og pabbi að skreppa í smá frí með Daníel og Eddu.  Því var ákveðið í gærkvöldi að ég fari bara strax í hvíldarinnlögn í nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að allir eru með athyglina í lagi og að þetta fór vel.  Vonandi njóta allir þess að skreppa í frí, það er alveg öruggt að þú nýtur þess að láta dekra við þig á Kannerklinik

Bestu kveðjur

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:17

2 identicon

Þið eruð algjörar hetjur, Það er eins gott að kunna réttu handbrögðin. Njótið þess að fara í frí með stóru börnunum og hlaða batteríin því þið þurfið öll á því að halda.

Hugsum til ykkar.

Sigga og fjölskylda

sigríður Bjarkadottir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:25

3 identicon

Það er gott að hann pabbi þinn er alltaf snöggur til. Vonandi hefur þú það gott í hvíldinni og látir liðið stjana við þig. Gott að mamma, pabbi og krakkarnir komist í smá frí.

Ást og kossar frá okkur.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:27

4 identicon

Good, your daddi was there Elva! you never cease to amaze me you are such a strong girl!

Lots of kisses from your friends in Madrid.

Mayca, Maya, Tomas and Cyril

Mayca (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 19:59

5 identicon

Æ gott að þetta fór vel, hundleiðinleg svona öndunarföll og þvílíkt stressandi.  Frábært að hún sé komin inn í hvíldarinnlögn litla skottið, þið þurfið sko að fá smá pásu.  Ragnar Emil er einmitt í hvíldarinnlögn núna og þótt það sé mjög erfitt að hafa hann ekki heima þá er það svo ótrúlega gott fyrir okkur alla fjölskylduna að geta hvílt okkur og farið út saman. Risa knús á ykkur, Aldís og co.

Aldís (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband