Leita í fréttum mbl.is

Er ég búin að toppa ?

Í gær fór ég í læknisskoðun og útkoman var svo sem ekkert sérstök.  Sem betur fer eru lungun hrein en öndunin er ekki alveg nógu góð.  Svo er það gamla sagan.  Ég er ekki að bæta nægilega við þyngdina.  Mamma og pabbi geta auðvitað stjórnað mjólkurgjöfinni en ég hef verið algjörlega listalaus á fasta fæðu síðustu daga.  Þá hef ég verið að kasta örlítið upp sem er eitthvað sem ég hef ekki gert áður.  Ekki hjálpar hitinn úti og inni en ekki er hægt að kenna honum alveg um.

Það er ofboðslega mikilvægt að ég nái að halda góðum krafti fram að magaaðgerðinni.  Til að gæta allrar varúðar sofum við mamma nú í stofunni en hún er mun kaldari yfir nóttina heldur en efri hæðin.  Þá er búið að bæta við "nuddið og bankið".  Næringargjöf aukin en um leið sett í minni skammta.

Mér finnst ofsalega gama að leika mér með sondusnúruna

Okkur hefur verið sagt að e.t.v. er ég búin að toppa vöxt á vöðvum.  Það á auðvitað eftir að koma í ljós en það er auðvitað eitthvað sem við verðum að geta búið okkur undir.  Síðustu daga hafa því ekki verið auðveldir ekki síst hjá mömmu og pabba.  Oft á dag koma upp hugsanir um hvort að þau séu að gera rétt, gera nóg og svo framvegis.  Ekki hefur hjálpað að pabbi hefur þurft að vera mikið í London og stóru systkini mín á Íslandi. 

Pabbi og ég á sjálfsmynd

Líklega hljómar þetta allt mjög erfitt.  Ég get svo sem líka sagt að þetta er allt mjög erfitt.  Það sem auðveldar þetta allt og gefur dögum ánægju er hve glöð og kát ég er og við erum staðráðin í að gefa ekkert eftir í baráttunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kerlingin mín, þú ert náttúrlega heimsins mesti engill!! En þér er náttúrleg vel í kyn skotið og gætir ekki átt umhyggjusamari og elskulegri foreldra. Svo munar náttúrlega ekkert smá um að eiga líka góð systkyni-

Ég heyri fljótlega í ykkur   

Stína (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband