Leita í fréttum mbl.is

Mamma, af hverju get ég ekki verið í fanginu þínu ?

Dagarnir síðan ég kom heim hafa bara verið nokkuð góðir.  Fyrstu dagana var ég að vísu búin að snúa sólarhringnum við og vildi helst ekki fara að sofa fyrr enn löngu eftir miðnætti en núna er svefninn komin á rétt ról.

Ég brosti fallega þegar Björn Hinrik færði mér blóm

Vöðvarnir mínir og lungun er orðin mjög veik og því miður að þá getur meira að segja verið erfitt þegar mér er snúið til að breyta um stellingu og stundum má sjá tár hjá mér þegar það er gert.  Ég veit að mamma og pabbi vilja ekkert meira en að geta setið með mig í fanginu sínu en því miður þá er orðið allt of erfitt fyrir mig að gera það.  Eins erfitt fyrir alla eins og það hljómar.

Gott að leggjast aðeins hjá pabba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku hjartans fjölskylda. Þið eruð svo dugleg.

Rúna (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:38

2 identicon

Orð fá ekki lýst hvað ég dáist af stryk ykkar og dugnaði.

Kveðja,

Skúli Skúla (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:48

3 identicon

Ást og milljón kossar,

GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Ragnar Emil

Litla fallega prinsessa, gott að þú ert komin heim og líður vel.  Það er líka yndislegt að geta kúrt saman, alveg jafn gott.  Okkur Ragnari Emil finnst það æðislegt, þó það sé erfitt að geta ekki haldið á honum.  Sæt myndin af þér og pabba. 

Knús frá Kvistavöllum,

Aldís, Ragnar Emil og co.

Ragnar Emil, 5.6.2009 kl. 21:09

5 identicon

Vildi bara kvitta fyrir mig,ég fylgist alltaf með fallegu litlu hetjunni ykkar,gangi ykkur vel:)

Hildur Hallvarðs (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:56

6 identicon

Kæra fjölskylda, get lítið sagt við svona færslu annað en að Guð gefi ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda.

Kærar kveðjur, Soffía, gamla au pair gella.

Soffía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:39

7 identicon

Kæru þið öll.  Maður getur bara dáðst að dugnaðinum í ykkur.  Mikið á hún Elva Björg gott að eiga ykkur að. 

Kærar kveðjur til ykkar allra

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 13:11

8 identicon

Kæra fjölskylda þið eruð algjörar hetjur öll !!

Sendum ykkur stórt knús og englaher yfir hafið.

Bestu kveðjur.

Sigrún frænka og fjölsk. Grindavík (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:35

9 identicon

Við sendum ykkur kærar kveðjur frá Grindavíkinni og hugur okkar er hjá ykkur alla daga kæra fjölskylda.

Kveðja Halla frænka og fjölskylda.

Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:46

10 identicon

hæhæ

við fylgjumst alltaf með :)

Æðisleg myndin af Elvu og pabba   Þórhildi finnst líka best að kúra hjá okkur, hún þolir sem betur fer ennþá að láta halda á sér í vissum stellingum þannig að við njótum þess í botn, verst hvað hún er farin að síga í hehe (orðin rétt rúm 10 kg)

Vala ég sendi póst á þig í sambandi við kerru og bílamál hjá okkur

kveðja Steinunn Björg

Steinunn Björg (mamma Þórhildar) (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband