Leita í fréttum mbl.is

Baðaði mig í sólinni

Ég er búin að vera mjög góð síðustu daga þó svo að slímmyndun sé búin að vera nokkuð mikil en við höfum náð að hreinsa öndunarveginn mjög reglulega og komið í veg fyrir öndunarföll.

Þægilegt að fá vindinn á sig

Í dag var frábært veður og gat ég farið út á pall og legið aðeins í sólinni, horft á trén, skýin og hlustað á fuglana.

Ánægð í sólinni

Það getur stundum verið erfitt að baða mig því að enn erum við ekki búin að finna nógu gott og meðfærilegt bað til að nota í stofunni.  Við ákváðum við í dag að nota bara tækifærið og baða mig úti við í góða veðrinu.  Því var náð í uppblásna gúmmíbátinn minn, hann fylltur af baðvatni og og böðuð hátt og lágt.  Mér fannst þetta alveg frábær tilhögun og naut þess að láta stjana við mig.

Það þarf mörg handtök við að baða mig

Á morgun er ég að fara í mátun fyrir nýja kerru en hún á líka að virka sem nokkurs konar rúm sem hægt verður að setja í bílinn.  Þá verður vonandi líka komin einhver framtíðarhugmynd fyrir böðun en þangað til þá finnst mér ekkert að því að vera bara böðuð í mínum gúmmíbát þegar veður leyfir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki slæmt að fá að baða sig í sólinni. Segðu sólinni að ég sé að koma og hún eigi að skína á okkur meðan við erum hjá ykkur.

Þetta er að skella á.....föstudagurinn næsti....og ég verð mætt á pallinn.

Hlakka ogurlega til í að sjá ykkur öll.

Ást og kossar,

GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:55

2 identicon

Vá hvað þú ert flott í baði úti á palli, það er sko lúxus að búa í landi þar sem veður verður heitt og gott :)  Æðislegar myndirnar af þér, myndin þar sem stóra systir og mamma kíkja á gluggann er yndisleg :)

Það verður spennandi að sjá hvernig ferðamálin fara hjá þér, við nefnilega erum ekki með neitt  í bílinn, né ennþá til að fara út úr húsi.  Ef Ragnar Emil fer út þá er það með sjúkrabíl, frekar glatað.

Þið verðið að sýna okkur hvað hún fær því kannski getum við gert svipað, myndi endilega vilja fá hugmyndir :)

Knús, Aldís og Ragnar Emil.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:39

3 identicon

Rosa sniðug lausn með gúmmíbátinn, líst vel á þetta hjá ykkur :) Smá sólbað gerir líka öllum gott!

Salóme Mist (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 19:21

4 identicon

Ekki amalegt að liggja úti á palli í "pottinum"  þú ert flottust, bið að heilsa hele famelíen!

 Kveðja Rannveig frænka.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 22:04

5 identicon

hæhæ

frábært að geta bara farið í útibað :)  það verður spennandi að sjá hverni ykkar bílamál fara   kanski verður það einhvað sem við gætum stuðst við hérna heima.... haha þetta fer að verða alþjóðlegt verkefni fyrir þessi 4-6 börn :o)  ég er búin að fá grunnteikningu af því sem verið er að smíða fyrir okkur :)

kv Steinunn Björg og co

Steinunn Björg (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 22:35

6 identicon

Hæ knúsan min!!

Já, það er ekkert smá frábært að geta framleingt heimilið út í garð, með tilheyrandi sólskini og fuglasöng,- enda er þetta bara flottur pallur, alveg við prinsessu hæfi ;)

Risa knús og kossar til allra

Stína (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:19

7 identicon

Æi dúllan.. yndislegt hvað það er gott að geta legið úti með beran mallakút.. hér er bara rok ofan á rok! þó sé að koma smá sól og hlýna.

 var að skoða verð til lux í agust.. VÁÁÁ.. yfir 30.000 einn leggur fyrir eina manneskju!!.. vonandi koma einhver tilboðs svo maður geti kíkt í heimsókn til ykkar! astarkveðjur fra okkur inga og badda.

Guðný (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband